Fjólubláar kartöflur. Á síðustu árum 19. aldar rak skútu að landi, í ágætu veðri, við Krossgerði í Berufirði. Menn frá bænum réru skútunni frá landi á árabáti og fengu kartöflur að launum. Fylgdi kartöflunum þau orð að á meðan þeim væri viðhaldið yrði aldrei matarskortur.