Jólanornirnar með glaðning á aðventunni

Jólanornirnar með glaðning á aðventunni

Jólanornirnar eru fjórar klassískar söngkonur sem halda árlega tónleika í kringum jólin. Að þessu sinni verða stofutónleikar í upphafi nýs árs og er uppselt á þá. Jólanornirnar eru Elsa Waage, Íris Sveinsdóttir, Svava Kristín Ingólfsdóttir og Berta Dröfn Ómarsdóttir. Þær slóu upp veglegri jólalegri veislu og skáluðu í freyðivíni.

ÍRIS SVEINSD  BERTA DRÖFN

.

Nornaís
Nornaís

Nornaís

4 egg
25 g Stevia
25 g Kókospálmasykur
4 dl rjómi
2 tsk vanilludropar
150 – 200 g rifsber
80 g súkkulaði
Byrjið á að stífþeyta eggin og sykurinn. Það verður aldrei jafn stíft og þegar maður þeytir bara eggjahvíturnar en það lyftist töluvert í skálinni.
Svo þeytir maður rjómann og vanilludropa í annarri skál. Að því loknu, blandið þá blöndunum saman með sleikju. Þetta þarf að gera mjög varlega í hægum hreyfingum. Þá er ribsberjum og súkkulaði blandað varlega saman við ísinn.

 

Austfirskur gæsabringugaldur:
Austfirskur gæsabringugaldur og rifsberjasósan

Rifsberjasósa

Um 250 g ribsber með stiklum og laufum
Um 100 – 150 g sykur
150 ml vatn
1 ½ staup brennivín (má vera koníak, romm eða sleppa áfengi)
Sjóðið ribsber, sykur og vatna í um klukkutíma við vægan hita, bætið við vatni ef að þarf. Brennivíni bætt í eftirá.
Ísínn settur í fallegar skálar og sósan sett undir og yfir. Skreytt með ribsberjum og mjög gróft skornu 85% súkkulaði.

Austfirskur gæsabringugaldur:

1 grafin gæsabringa – best frá Dodda frænda á Fáskrúðsfirði
½ poki af klettasalati
¼ granatepli (má sleppa)
½ dós sýrðum rjóma
5 tsk hrútaberjasultu (einnig hægt að nota aðra berjasultu)
Ristað brauð
Setjið klettasalat á disk, skerið gæsabringurnar í þunnar sneiðar og dreiftið yfir. Stráðið svo granateplinu yfir eftir smekk, það gefur bæði fallegan lit á diskinn og ferskt bragð á móti gæsinni.

Sósan:
Sýrður rjómi og sultan eru hrærð saman.
Gæsabringan og sósan er borin á borð með ristuðu brauði. Töfrandi upplifun að austan 😉

Hrútaberjavín. Móðir Bertu, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, lagði til hrútarberjavínið sem er úr austfirskum hrútaberjum. „Þetta er samvinna mín og Dodda (Þorgeirs Einars Sigurðssonar). Berin eru að mestu tínd í Hallormsstaðarskógi. Þau eru hreinsuð og lögð í sykur og vodka (eða romm). Geyma í krukkum við stofuhita í minnst átta vikur og hvolfa krukkunum af og til meðan sykurinn er að leysast upp. Eftir það er þetta síjað og sett í flöskur Eðal jólasnaps.
Hrútaberjavín

 

Panettone Elsa bjó í mörg ár á Ítalíu og kom með Panettone, það er brauðkaka sem flestir ítalir njóta við öll tækifæri um jólin. Eftir miðnæturmessu 24/25 des. er skálað í prosecco og panettone borðað með.Upprunalega uppskriftin kemur frá 16.öld en var þá ekki svona há og hefuð. 1919 var hinn frægi bakari Motta í Milano sem kom upp með þessa nýju " version " af panettone sem er hefuð í þrígang til að áferðin verði svona létt. Hugmyndina hefur Motta líklega fengið frá hinni rússnesku " Kulic" nema ítalir bæta við meira smjöri. https://www.bbcgoodfood.com/recipes/panettone
Panettone og Berta Dröfn

Hrútaberjavín

Móðir Bertu, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, lagði til hrútarberjavínið sem er úr austfirskum hrútaberjum. „Þetta er samvinna mín og Dodda (Þorgeirs Einars Sigurðssonar). Berin eru að mestu tínd í Hallormsstaðarskógi. Þau eru hreinsuð og lögð í sykur og vodka (eða romm). Geyma í krukkum við stofuhita í minnst átta vikur og hvolfa krukkunum af og til meðan sykurinn er að leysast upp. Eftir það er þetta síjað og sett í flöskur Eðal jólasnaps.

Panettone Elsa bjó í mörg ár á Ítalíu og kom með Panettone, það er brauðkaka sem flestir ítalir njóta við öll tækifæri um jólin. Eftir miðnæturmessu 24/25 des. er skálað í prosecco og panettone borðað með.Upprunalega uppskriftin kemur frá 16.öld en var þá ekki svona há og hefuð. 1919 var hinn frægi bakari Motta í Milano sem kom upp með þessa nýju ” version ” af panettone sem er hefuð í þrígang til að áferðin verði svona létt. Hugmyndina hefur Motta líklega fengið frá hinni rússnesku ” Kulic” nema ítalir bæta við meira smjöri. https://www.bbcgoodfood.com/recipes/panettone
Ég hef aldrei í öll mín ár á Ítalía fengið heimagert panettone sem bragðast eins vel og bakar meistararnir gera, sérstaklega Motta. Panettonið sem ég var með hjá Nornunum fékk ég í Costco. Ef ég nota Panettone sem desert nota ég þessa heimagerðu sósu

Nonnapítsur. Fundnar upp í útilegu og slógu þær rækilega í gegn! Smá smjör og gráðostur smurt á flatkökubita og grillað. Síðustu mínúturnar er hangikjötsbitum stráð yfir. Borið fram með rifsberjasultu.
Nonnapítsur. Fundnar upp í útilegu og slógu þær rækilega í gegn! Smá smjör og gráðostur smurt á flatkökubita og grillað. Síðustu mínúturnar er hangikjötsbitum stráð yfir. Borið fram með rifsberjasultu.

500 g Mascarpone
2 eggjrauður
1 dl. rjómi
sletta af rommi 😉
Blandað saman og sett yfir bátasneiddar sneiðar af panettone. Semiætt freyðivín drukkið með.

Fiskibaka. Stoðin ýsa og kartöflur, stappað saman með smjöri. Smurt á flatkökubita, ostur yfir og gratínerað í ofni.
Fiskibaka. Stoðin ýsa og kartöflur, stappað saman með smjöri. Smurt á flatkökubita, ostur yfir og gratínerað í ofni.

 

.

— JÓLANORNAAÐVENTUGLAÐNINGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.