Jólanornirnar með glaðning á aðventunni
Jólanornirnar eru fjórar klassískar söngkonur sem halda árlega tónleika í kringum jólin. Að þessu sinni verða stofutónleikar í upphafi nýs árs og er uppselt á þá. Jólanornirnar eru Elsa Waage, Íris Sveinsdóttir, Svava Kristín Ingólfsdóttir og Berta Dröfn Ómarsdóttir. Þær slóu upp veglegri jólalegri veislu og skáluðu í freyðivíni.
— ÍRIS SVEINSD — BERTA DRÖFN —
.
Nornaís
4 egg
25 g Stevia
25 g Kókospálmasykur
4 dl rjómi
2 tsk vanilludropar
150 – 200 g rifsber
80 g súkkulaði
Byrjið á að stífþeyta eggin og sykurinn. Það verður aldrei jafn stíft og þegar maður þeytir bara eggjahvíturnar en það lyftist töluvert í skálinni.
Svo þeytir maður rjómann og vanilludropa í annarri skál. Að því loknu, blandið þá blöndunum saman með sleikju. Þetta þarf að gera mjög varlega í hægum hreyfingum. Þá er ribsberjum og súkkulaði blandað varlega saman við ísinn.
Rifsberjasósa
Um 250 g ribsber með stiklum og laufum
Um 100 – 150 g sykur
150 ml vatn
1 ½ staup brennivín (má vera koníak, romm eða sleppa áfengi)
Sjóðið ribsber, sykur og vatna í um klukkutíma við vægan hita, bætið við vatni ef að þarf. Brennivíni bætt í eftirá.
Ísínn settur í fallegar skálar og sósan sett undir og yfir. Skreytt með ribsberjum og mjög gróft skornu 85% súkkulaði.
Austfirskur gæsabringugaldur:
1 grafin gæsabringa – best frá Dodda frænda á Fáskrúðsfirði
½ poki af klettasalati
¼ granatepli (má sleppa)
½ dós sýrðum rjóma
5 tsk hrútaberjasultu (einnig hægt að nota aðra berjasultu)
Ristað brauð
Setjið klettasalat á disk, skerið gæsabringurnar í þunnar sneiðar og dreiftið yfir. Stráðið svo granateplinu yfir eftir smekk, það gefur bæði fallegan lit á diskinn og ferskt bragð á móti gæsinni.
Sósan:
Sýrður rjómi og sultan eru hrærð saman.
Gæsabringan og sósan er borin á borð með ristuðu brauði. Töfrandi upplifun að austan 😉
Hrútaberjavín
Móðir Bertu, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, lagði til hrútarberjavínið sem er úr austfirskum hrútaberjum. „Þetta er samvinna mín og Dodda (Þorgeirs Einars Sigurðssonar). Berin eru að mestu tínd í Hallormsstaðarskógi. Þau eru hreinsuð og lögð í sykur og vodka (eða romm). Geyma í krukkum við stofuhita í minnst átta vikur og hvolfa krukkunum af og til meðan sykurinn er að leysast upp. Eftir það er þetta síjað og sett í flöskur Eðal jólasnaps.
Panettone Elsa bjó í mörg ár á Ítalíu og kom með Panettone, það er brauðkaka sem flestir ítalir njóta við öll tækifæri um jólin. Eftir miðnæturmessu 24/25 des. er skálað í prosecco og panettone borðað með.Upprunalega uppskriftin kemur frá 16.öld en var þá ekki svona há og hefuð. 1919 var hinn frægi bakari Motta í Milano sem kom upp með þessa nýju ” version ” af panettone sem er hefuð í þrígang til að áferðin verði svona létt. Hugmyndina hefur Motta líklega fengið frá hinni rússnesku ” Kulic” nema ítalir bæta við meira smjöri. https://www.bbcgoodfood.com/recipes/panettone
Ég hef aldrei í öll mín ár á Ítalía fengið heimagert panettone sem bragðast eins vel og bakar meistararnir gera, sérstaklega Motta. Panettonið sem ég var með hjá Nornunum fékk ég í Costco. Ef ég nota Panettone sem desert nota ég þessa heimagerðu sósu
500 g Mascarpone
2 eggjrauður
1 dl. rjómi
sletta af rommi 😉
Blandað saman og sett yfir bátasneiddar sneiðar af panettone. Semiætt freyðivín drukkið með.
.
— JÓLANORNAAÐVENTUGLAÐNINGUR —
.