Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Hvítsúkkulaðimús, sérrý, makkarónur, kata Kolbeins, eftirréttur, dessert ÞÓRA KATRÍN KOLBEINS HVÍTT SÚKKULAÐI makkarónueftirréttur desert
Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Það upplýsist hér og nú að ég á nokkrar extragóðar tertu- og eftirréttavinkonur – dömur sem luma á ljúfmetisuppskriftum. Þær hringi ég í þegar mikið liggur við, Kata er ein þessara vinkvenna, eins og áður tók hún vel í að gefa uppskrift.

KATA KOLBEINSEFTIRRÉTTIR — HVÍTT SÚKKULAÐIMAKKARÓNUR

.

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

ca 35 makkarónukökur

2 dl sérrý (ég notaði Sandeman Rich Golden)

Súkkulaðimús

4 egg

100 g sykur

1/2 l rjómi

300 g gott hvítt súkkulaði (ég notaði Saveurs&Nature)

50 g smjör

Vætið makkarónur í sérrýi og raðið í skálar.

Bræðið smjör og súkkulaði í vatnsbaði

Þeytið vel saman egg og sykur

Stífþeytið rjóma en takið svolítið frá til að skreyta með.

Hellið súkkulaðinu saman við eggjablönduna og bætið loks rjómanum saman við. Setjið yfir makkarónurnar. Setjið rjóma efst og skreytið með koktelberjum.

KATA KOLBEINSEFTIRRÉTTIR — HVÍTT SÚKKULAÐIMAKKARÓNURJÓLIN

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi?

Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi? Það ætti nú varla að þurfa að taka það fram en við tökum ekki með okkur aukagesti í boð. Gestgjafinn ákveður hvaða gestir koma til hans, það er ekki í okkar höndum.

Döðluterta Sóleyjar

Dodluterta

Döðluterta með karamellusósu. Ægigóð terta en bara ef maður fær sér litla sneið – en ég gleymdi mér aðeins og fékk mér tvisvar (eða þrisvar…) ????

SaveSave

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu. „Vinur okkar hann Angantýr ákvað að útbúa glæsilegan og bragðgóðan forrétt" segir Svanhvít Valgeirsdóttir myndlistarkona og förðunarmeistari sem býr og starfar í Brussel. Þau hjónin héldu matarboð fyrir nokkra vini sína. Fyrir utan aspasinn var boðið upp á Svanskjúkling í aðalrétt og í desert var einfaldur fljótlegur eftirréttur.