Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara – til háborinnar fyrirmyndar

 

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara – til háborinnar fyrirmyndar

Einhver glæsilegasta veisla sem ég hef upplifað er án efa hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara. Í ár var stórveislan í Hörpu og var skipulagið, umgjörðin, maturinn, þjónustan, já og bara allt til fyrirmyndar.

Íslenskir matreiðslumenn eru á góðri siglingu og staðreyndirnar tala sínu máli; Verðlaunasæti og sætir sigrar undanfarin ár, bæði hjá Kokkalandsliðinu og hjá fjölmörgum matreiðslumönnum. Guðna forseta talaðist vel í lokin og sagði að starf íslensks veitingafólks væri til Háborinnar fyrirmyndar.

VEITINGA- OG KAFFIHÚS

.

 

https://youtu.be/vwlq5HX_u_Q

Þegar prúðbúnir gestir mættu í Hörpu bauð Kokkalandsliðið upp á svokallaðan „Lystauka“ og freyðivín. Hér að neðan má sjá réttina sem voru bornir fram og fyrir aftan hverjir höfðu veg og vanda af þeim.

Fyrsti réttur: Hrá hörpuskel, gúrka, mísóristuð fræ, villiblóma-vinegretta og bláskelsósa. Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Annar réttur: Hægelduð smálúða, eplamauk, rautt grænkál, kaldrpessuð repjuolía og kavíar. Norðurlandsdeild Klúbbs matreiðslumeistara

Þriðji réttur: Jarðskokkar, epli, heslihnetur og Ísbúa–skyr. Arnar Páll Sigrúnarson – Moss restaurant

 

 

 

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Portúgalskur piri piri kjúklingur

Portúgalskur piri piri kjúklingur. Kjartan Smári og Hildigunnur buðu upp á afar hressandi kjúklingarétt í portúgölsku  Pálínu-matarboði. Í staðinn fyrir kjúklingavængi má nota aðra kjúklingabita. Eldunartíminn hér að neðan miðast við vængi.

Páskaeggjasmakkið mikla

Páskaeggjasmakkið mikla. Hingað barst stór kassi af páskaeggjum, í framhaldi auglýsti ég eftir súkkulaðiunnendum á fasbókinni til þess að gæða sér á eggjunum og gefa álit sitt . Ég hefði ekki getað ímyndað mér að það væri svona gaman að smakka páskaegg og skeggræða um þau frá ýmsum sjónarhornum. Allir áttu ljúfar minningar tengdar páskaeggjum og margar sögur flugu um stofuna. Einn hafði útbúið ratleik í bundnu máli fyrir fjölskylduna og annar smakkari lærði af mági sínum að dreypa á rauðvíni með páskaeggjunum. Við tókum smökkunina afar alvarlega þrátt fyrir glensið og gleðina, fórum þá leið að allir smökkuðu, skrifuðu niður áhrif og upplifun, bragðgæði voru metin, innihald og útlit. Rætt var um hvert egg í þaula og að því loknu gaf hver og einn stig frá einu upp í tíu.

þurristaðar hnetur og fræ

þurristaðar hnetur og fræ

Þurristaðar hnetur og fræ. Nathalía Druzin Halldórsdóttir útbjó ægigott Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu, en ekki bara það. „Hinn rétturinn sem ég er með eru þurristaðar hnetur og fræ sem ég salta á pönnunni og raða í kring þurrkuðum ávöxtum, engin uppskrift - bara holl orka."

Matarborgirnar Bratislava, Prag, Búdapest og Porto

Matarborgirnar Bratislava, Prag, Búdapest og Porto. Fátt er skemmtilegra en ferðast til fallegra borga og bragða góðan mat. Í haust ætlum við að skoða matarborgirnar Bratislava, Prag, Búdapest og Porto. Hver vill koma með? Nánar hér