Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara – til háborinnar fyrirmyndar

 

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara – til háborinnar fyrirmyndar

Einhver glæsilegasta veisla sem ég hef upplifað er án efa hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara. Í ár var stórveislan í Hörpu og var skipulagið, umgjörðin, maturinn, þjónustan, já og bara allt til fyrirmyndar.

Íslenskir matreiðslumenn eru á góðri siglingu og staðreyndirnar tala sínu máli; Verðlaunasæti og sætir sigrar undanfarin ár, bæði hjá Kokkalandsliðinu og hjá fjölmörgum matreiðslumönnum. Guðna forseta talaðist vel í lokin og sagði að starf íslensks veitingafólks væri til Háborinnar fyrirmyndar.

VEITINGA- OG KAFFIHÚS

.

 

https://youtu.be/vwlq5HX_u_Q

Þegar prúðbúnir gestir mættu í Hörpu bauð Kokkalandsliðið upp á svokallaðan „Lystauka“ og freyðivín. Hér að neðan má sjá réttina sem voru bornir fram og fyrir aftan hverjir höfðu veg og vanda af þeim.

Fyrsti réttur: Hrá hörpuskel, gúrka, mísóristuð fræ, villiblóma-vinegretta og bláskelsósa. Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Annar réttur: Hægelduð smálúða, eplamauk, rautt grænkál, kaldrpessuð repjuolía og kavíar. Norðurlandsdeild Klúbbs matreiðslumeistara

Þriðji réttur: Jarðskokkar, epli, heslihnetur og Ísbúa–skyr. Arnar Páll Sigrúnarson – Moss restaurant

 

 

 

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Spínatmauk á brauði

Spítnatmauk

Spínatmauk á brauði. 

Þessi réttur er með indversku ívafi, en palak paneer er spínatmauk með heimatilbúnum osti. Hér er hann frekar mildur fyrir íslenskan smekk, en það er um að gera að hrúga meira chili og meiri hvítlauk út í maukið, ef maður vill láta bíta svolítið í. Hægt er að gera maukið alveg vegan með því að nota steikt tofu í staðinn fyrir ostinn og kókosrjóma í staðinn fyrir rjómann.