Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara – til háborinnar fyrirmyndar

 

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara – til háborinnar fyrirmyndar

Einhver glæsilegasta veisla sem ég hef upplifað er án efa hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara. Í ár var stórveislan í Hörpu og var skipulagið, umgjörðin, maturinn, þjónustan, já og bara allt til fyrirmyndar.

Íslenskir matreiðslumenn eru á góðri siglingu og staðreyndirnar tala sínu máli; Verðlaunasæti og sætir sigrar undanfarin ár, bæði hjá Kokkalandsliðinu og hjá fjölmörgum matreiðslumönnum. Guðna forseta talaðist vel í lokin og sagði að starf íslensks veitingafólks væri til Háborinnar fyrirmyndar.

VEITINGA- OG KAFFIHÚS

.

 

https://youtu.be/vwlq5HX_u_Q

Þegar prúðbúnir gestir mættu í Hörpu bauð Kokkalandsliðið upp á svokallaðan „Lystauka“ og freyðivín. Hér að neðan má sjá réttina sem voru bornir fram og fyrir aftan hverjir höfðu veg og vanda af þeim.

Fyrsti réttur: Hrá hörpuskel, gúrka, mísóristuð fræ, villiblóma-vinegretta og bláskelsósa. Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Annar réttur: Hægelduð smálúða, eplamauk, rautt grænkál, kaldrpessuð repjuolía og kavíar. Norðurlandsdeild Klúbbs matreiðslumeistara

Þriðji réttur: Jarðskokkar, epli, heslihnetur og Ísbúa–skyr. Arnar Páll Sigrúnarson – Moss restaurant

 

 

 

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.