Auglýsing

Einhver glæsilegasta veisla sem ég hef upplifað er án efa hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara. Í ár var stórveislan í Hörpu og var skipulagið, umgjörðin, maturinn, þjónustan, já og bara allt til fyrirmyndar.

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara – til háborinnar fyrirmyndar

Íslenskir matreiðslumenn eru á góðri siglingu og staðreyndirnar tala sínu máli; Verðlaunasæti og sætir sigrar undanfarin ár, bæði hjá Kokkalandsliðinu og hjá fjölmörgum matreiðslumönnum. Guðna forseta talaðist vel í lokin og sagði að starf íslensks veitingafólks væri til Háborinnar fyrirmyndar

Íslenskir matreiðslumenn eru á góðri siglingu og staðreyndirnar tala sínu máli; Verðlaunasæti og sætir sigrar undanfarin ár, bæði hjá Kokkalandsliðinu og hjá fjölmörgum matreiðslumönnum. Guðna forseta talaðist vel í lokin og sagði að starf íslensks veitingafólks væri til Háborinnar fyrirmyndar

Við Bergþór vorum beðnir að vera veislustjórar og fengum í hendurnar handrit klukkan hvað hver réttur yrði borinn inn og annað nákvæmt skipulag kvöldsins. Það er skemmst frá því að segja að með samstilltri og þrotlausri undirbúningsvinnu stórs hóps af harðduglegu fólki gekk tímaplanið fullkomlega upp.

https://youtu.be/vwlq5HX_u_Q

Þegar prúðbúnir gestir mættu í Hörpu bauð Kokkalandsliðið upp á svokallaðan „Lystauka“ og freyðivín. Hér að neðan má sjá réttina sem voru bornir fram og fyrir aftan hverjir höfðu veg og vanda af þeim.

Fyrsti réttur: Hrá hörpuskel, gúrka, mísóristuð fræ, villiblóma-vinegretta og bláskelsósa. Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Annar réttur: Hægelduð smálúða, eplamauk, rautt grænkál, kaldrpessuð repjuolía og kavíar. Norðurlandsdeild Klúbbs matreiðslumeistara

Þriðji réttur: Jarðskokkar, epli, heslihnetur og Ísbúa–skyr. Arnar Páll Sigrúnarson – Moss restaurant

Fjórði réttur: Létt grilluð íslensk villiönd, þurrkaðar rauðrófur, villisveppakrem, rifsberjagljái og villisósa. Þráinn Freyr Vigfússon - Sumac og Óx

Fjórði réttur: Létt grilluð íslensk villiönd, þurrkaðar rauðrófur, villisveppakrem, rifsberjagljái og villisósa. Þráinn Freyr Vigfússon – Sumac og Óx

Kálfa ribeye, skanki, tunga, sellerí í fölsku beini. Bjarni Kristinn Gunnarsson og Gabríel Bjarnason - Kolabrautin

Fimmti réttur: Kálfa ribeye, skanki, tunga, sellerí í fölsku beini. Bjarni Kristinn Gunnarsson og Gabríel Bjarnason – Kolabrautin

Mysingskaka, heslihnetukex, sítrus-súkkulaði, maltís og sólber frá Völlum. Garðar Kári Garðarsson - Deplar Farm

Sjötti réttur: Mysingskaka, heslihnetukex, sítrus-súkkulaði, maltís og sólber frá Völlum. Garðar Kári Garðarsson – Deplar Farm

Konfektmolar frá Arnari Jóni Ragnarssyni frá Sandholtsbakaríi bornir fram með kaffi frá Kaffi Reykjavik Roasters sem Torfi Þór Torfason valdi. Með þessu var líkjör og koníaki (Cointreau / Remy Martin VSOP)

Konfektmolar frá Arnari Jóni Ragnarssyni frá Sandholtsbakaríi bornir fram með kaffi frá Kaffi Reykjavik Roasters sem Torfi Þór Torfason valdi. Með þessu var líkjör og koníaki (Cointreau / Remy Martin VSOP)

Galakvöldverður
Galakvöldverður
Auglýsing