Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara – til háborinnar fyrirmyndar

 

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara – til háborinnar fyrirmyndar

Einhver glæsilegasta veisla sem ég hef upplifað er án efa hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara. Í ár var stórveislan í Hörpu og var skipulagið, umgjörðin, maturinn, þjónustan, já og bara allt til fyrirmyndar.

Íslenskir matreiðslumenn eru á góðri siglingu og staðreyndirnar tala sínu máli; Verðlaunasæti og sætir sigrar undanfarin ár, bæði hjá Kokkalandsliðinu og hjá fjölmörgum matreiðslumönnum. Guðna forseta talaðist vel í lokin og sagði að starf íslensks veitingafólks væri til Háborinnar fyrirmyndar.

VEITINGA- OG KAFFIHÚS

.

 

https://youtu.be/vwlq5HX_u_Q

Þegar prúðbúnir gestir mættu í Hörpu bauð Kokkalandsliðið upp á svokallaðan „Lystauka“ og freyðivín. Hér að neðan má sjá réttina sem voru bornir fram og fyrir aftan hverjir höfðu veg og vanda af þeim.

Fyrsti réttur: Hrá hörpuskel, gúrka, mísóristuð fræ, villiblóma-vinegretta og bláskelsósa. Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Annar réttur: Hægelduð smálúða, eplamauk, rautt grænkál, kaldrpessuð repjuolía og kavíar. Norðurlandsdeild Klúbbs matreiðslumeistara

Þriðji réttur: Jarðskokkar, epli, heslihnetur og Ísbúa–skyr. Arnar Páll Sigrúnarson – Moss restaurant

 

 

 

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veisla í Hveragerði í boði Betu Reynis

Frá því í haust hef ég reglulega hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing. Saman höfum við grandskoðað mataræði mitt með það fyrir augum að lifa betra lífi. Beta Reynis tók ljúflega áskorun að vera gestabloggari - það vafðist nú ekki fyrir henni frekar en annað „Í Hveragerði búa mætir vinir mínir og ég er svo heppin að þau hafa mikla trú á matargerð minni og hafa sýnt það og sannað að matarást er fullkomin ást. Soffía Theodórsdóttir og maðurinn hennar Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Denni eins og hann er kallaður, búa í fallegu húsi með opið eldhús og er óendalega gaman að elda hjá þeim og taka þátt í gleðinni þegar þau halda boð."

Appelsínu og bláberjaterta

Appelsínu- og bláberjaterta

Appelsínu og bláberjaterta. Sumarleg og fersk terta sem á vel við þessa dagana þegar sólin baðar okkur geislum sínum. Við og við má heyra vangaveltur um hvort hráfæði sé ekki óheyrilega dýrt. Ef til vill er hráefnið eitthvað dýrara en í „venjulegar tertur" en taka verður með í reikninginn hráfæðið þarf ekki að baka, það tekur mun skemmri tíma að útbúa og fólk þarf mun minna af því en öðru kaffimeðlæti. Það sem hins vegar mestu máli skiptir er að hráfæðið er hollt - heilsa okkar er jú verðmæt.