
Á síðu Pure Deli sá ég spennandi þriggja daga hreinsunarsafakúr og skellti mér á hann eftir allmikið sukk síðustu daga. Safar allan daginn og svo léttur kvöldverður. Síðasti dagurinn í dag og ég er endurnærður, ætli megi ekki segja að ég sé eins og nýhreinsaður hundur. Svona var þetta dag fyrir dag:

Fyrsti dagur: Lifur og nýru
Epli, rauðrófur, sellerý, gúrka, sítróna, tómatar og gulrætur.
Annar dagur: Græn orka og hreinsun
Epli, gúrka, steinselja, spínat, sellerý og engifer
Þriðji dagur: Súper ristilhreinsun
Rauðrófur, sellerý, gúrka, grænkál, spínat, sítrónur, gulrætur og engifer