Þriggja daga hreinsunarsafakúr

Á síðu Pure Deli sá ég spennandi þriggja daga hreinsunarsafakúr og skellti mér á hann eftir allmikið sukk síðustu daga. Safar allan daginn og svo léttur kvöldverður. Síðasti dagurinn í dag og ég er endurnærður, ætli megi ekki segja að ég sé eins og nýhreinsaður hundur. Svona var þetta dag fyrir dag:

þriggja daga safakúr fasta Fyrsti dagur: Lifur og nýruEpli, rauðrófur, sellerý, gúrka, sítróna, tómatar og gulrætur.Annar dagur: Græn orka og hreinsunEpli, gúrka, steinselja, spínat, sellerý og engiferÞriðji dagur: Súper ristilhreinsunRauðrófur, sellerý, gúrka, grænkál, spínat, sítrónur, gulrætur og engifer

Fyrsti dagur: Lifur og nýru
Epli, rauðrófur, sellerý, gúrka, sítróna, tómatar og gulrætur.
Annar dagur: Græn orka og hreinsun
Epli, gúrka, steinselja, spínat, sellerý og engifer
Þriðji dagur: Súper ristilhreinsun
Rauðrófur, sellerý, gúrka, grænkál, spínat, sítrónur, gulrætur og engifer

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gráðaostapasta

Gráðaostapasta. Matur er nauðsynlegur til þess að við mannfólkið komumst í gegnum dagsins amstur. Einfaldir fljótlegir pastaréttir heilla alltaf og eru kjörnir í saumaklúbbinn eða við hin ýmsu tækifæri. Þegar ég fór á æfingu á óperunni Mannsröddinni var þessu undurgóði pastaréttur þar á borðum. Níels Thibaud Girerd, sem er hvers manns hugljúfi, kom færandi hendi með gráðaostapasta. Perurnar gefa því ferskan keim en perur og gráðaostur passa afar vel saman.

Köld gúrkusúpa – botnlaus hollusta og fáar hitaeiningar

Köld gúrkusúpa. Köld gúrkusúpan er sumarleg með silkimjúkri áferð. Heitið á súpunni hljómar kannski ekkert sérstaklega vel í fyrstu - hvorki freistandi né sexý. Sjálfur var ég með efasemdir þegar hún var nefnd við mig fyrst, en trúið mér: súpan er gríðarlega góð, svalandi og frískandi. Í henni eru fáar hitaeiningar og alveg botnlaus hollusta. Á heitum sumardegi nennir enginn að stússast inni í eldhúsinu við matargerð.  Útbúið vel af súpunni því fólk á eftir að borða vel af henni á pallinum á hlýjum sumarkvöldum. Gúrkusúpuna má útbúa með góðum fyrirvara, þess vegna deginum áður.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi. Frá upphafi síðasta árs hafa á blogginu birst færslur um borðsiði, kurteisi og annað slíkt. Við vinnslu þessara pistla naut ég velvildar fjölmargra sem lásu yfir og gáfu góð ráð. Sjálfur hef ég lært heil óslöp. Síðustu mánuði hef ég farið víða og haldið, mér til mikillar ánægju, fyrirlestra um mat, áhrif matar, borðsiði og kurteisi. Myndirnar eru teknar á fyrirlestri hjá Starfsmannafélagi Hagstofunnar, þar voru líflegar umræður, áhugasamir þátttakendur og gaman.

Fiskisúpa Eika

Fiskisúpa Eika. Léttar og rjómalausar fiskisúpur eru orðnar mun algengari en áður, eftir því sem heilsubylgjunni vex ásmegin. Stundum er nú samt gaman að rifja upp gömlu, góðu rjómasúpurnar og eitt er víst að þessi margverðlaunaða súpa frá honum Eika (í Eikagrilli sem var) er svo mikil snilld, að fólk emjar af ánægju og spyr undantekningalaust hvort það megi fá uppskriftina.

Quiche Lorraine – franska góða bakan

QUICHE LORRAINE - franska bakan góða. Bergþór kom austur og bakaði skínandi böku, sem gerði gríðarlega lukku. Hann samþykkti að deila uppskriftinni með lesendum alberteldar, ef hann fengi Nutella-pizzu í eftirrétt.