Þriggja daga hreinsunarsafakúr

Á síðu Pure Deli sá ég spennandi þriggja daga hreinsunarsafakúr og skellti mér á hann eftir allmikið sukk síðustu daga. Safar allan daginn og svo léttur kvöldverður. Síðasti dagurinn í dag og ég er endurnærður, ætli megi ekki segja að ég sé eins og nýhreinsaður hundur. Svona var þetta dag fyrir dag:

þriggja daga safakúr fasta Fyrsti dagur: Lifur og nýruEpli, rauðrófur, sellerý, gúrka, sítróna, tómatar og gulrætur.Annar dagur: Græn orka og hreinsunEpli, gúrka, steinselja, spínat, sellerý og engiferÞriðji dagur: Súper ristilhreinsunRauðrófur, sellerý, gúrka, grænkál, spínat, sítrónur, gulrætur og engifer

Fyrsti dagur: Lifur og nýru
Epli, rauðrófur, sellerý, gúrka, sítróna, tómatar og gulrætur.
Annar dagur: Græn orka og hreinsun
Epli, gúrka, steinselja, spínat, sellerý og engifer
Þriðji dagur: Súper ristilhreinsun
Rauðrófur, sellerý, gúrka, grænkál, spínat, sítrónur, gulrætur og engifer

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Trufflur með hampfræjum

Trufflur með hampfræjum. Það er einkar ljúffengt að fá lítinn bita með góðum kaffibolla að lokinni máltíð. Hampfræ eru uppfullar af próteini og teljast ofurfæða

Bananabrauðið á Þorgrímsstöðum

Bananabrauðið á Þorgrímsstöðum. Í góða veðrinu í sumar vann ég á sumarhóteli á þorgrímsstöðum í Breiðdal. Reglulega var bakað bananabrauð sem ég tengi beint við dvölina í sveitasælunni. Oftar en ekki gúffuðum við í okkur nýbakað brauðið með smjöri sem bráðnaði á sneiðinni.

Bláberjaterta – undurgóð og silkimjúk

Bláberjaterta DSC01278

Bláberjaterta - raw. Svei mér þá, ég held bara að hrákökur geti ekki klikkað. Það þarf ekki að láta deigið lyfta sér, enginn bakstur, þær falla ekki - engin mistök. Dásamlega góð terta og holl líka. Það mun öllum líka vel við þessa tertu, hún er undurgóð, fyllingin silkimjúk og bláberin minna okkur á að það verður komið sumar eftir ekki svo langan tíma. Hver elskar ekki bláber?

Skóbót – syndsamlega góð terta

 

Skóbót - syndsamlega góð terta. Á Fasbók er hópur sem heitir Skemmtileg íslensk orð. Um daginn var spurt hvort fólk kannaðist við Skóbót sem nafn á púðursykursmarengs, en hún er alþekkt í Vestmannaeyjum. Margir könnuðust við hana, flestir úr Vestmannaeyjum og uppskriftir voru birtar. Við stóðumst ekki mátið og prófuðum Skóbótina. Hún hvarf svo eins og dögg fyrir sólu!

 

 

Bláberjabúðingur – silkimjúkur og rennur ljúflega niður

Bláberjabúðingur

Bláberjabúðingur. Mjög auðvelt að útbúa þennan búðing og það tekur ekki nema nokkrar mínútur. Bláberjabúðingurinn er silkimjúkur og rennur ljúflega niður. Það er ekki hægt að hafa það betra. 3 msk af chia fræjum fóru í matvinnsluvélina en tveimur matskeiðum af chiafræjum blandaði ég saman við eftir á.