Þriggja daga hreinsunarsafakúr

Á síðu Pure Deli sá ég spennandi þriggja daga hreinsunarsafakúr og skellti mér á hann eftir allmikið sukk síðustu daga. Safar allan daginn og svo léttur kvöldverður. Síðasti dagurinn í dag og ég er endurnærður, ætli megi ekki segja að ég sé eins og nýhreinsaður hundur. Svona var þetta dag fyrir dag:

þriggja daga safakúr fasta Fyrsti dagur: Lifur og nýruEpli, rauðrófur, sellerý, gúrka, sítróna, tómatar og gulrætur.Annar dagur: Græn orka og hreinsunEpli, gúrka, steinselja, spínat, sellerý og engiferÞriðji dagur: Súper ristilhreinsunRauðrófur, sellerý, gúrka, grænkál, spínat, sítrónur, gulrætur og engifer

Fyrsti dagur: Lifur og nýru
Epli, rauðrófur, sellerý, gúrka, sítróna, tómatar og gulrætur.
Annar dagur: Græn orka og hreinsun
Epli, gúrka, steinselja, spínat, sellerý og engifer
Þriðji dagur: Súper ristilhreinsun
Rauðrófur, sellerý, gúrka, grænkál, spínat, sítrónur, gulrætur og engifer

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marengsrúlluterta með myntukremi – Þjóðlegt með kaffinu

Marengsrúlluterta með myntukremi. Jóna Símonía Bjarnadóttir og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir gefa út bækurnar Þjóðlegt með kaffinu og Þjóðlegar hnallþórur. Þær halda einnig úti síðu á fasbókarsíðunni Þjóðlegt með kaffinu. Þær eru báðar sagnfræðingar þannig að áhuginn á matargerð fyrri tíma á sér fræðilegan bakgrunn. Hugmyndin að bókunum kviknaði fyrir nokkrum árum þegar þær voru að velta fyrir sér hvað væri hægt að selja erlendum ferðamönnum sem væri bæði létt og fyrirferðarlítið í farangri.

Höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum. Það er talað um belg, stilk og fót á glösum á fæti. Þegar haldið er á rauðvíns- eða hvítvínsglasi er haldið um stilkinn. Ástæðan er sú að með því að halda um belginn kámum við glasið með húðfitu og hitum vínið.  Meira um hvernig haldið er á léttvínsglösum HÉR Fólk sem endar ræður sínar á því að skála, biður gesti að lyfta glösum, síðan dreypa allir á og lyfta aftur (samt ekki of hátt). Þetta á líka við um þann sem stendur fyrir skáluninni - hann dreypir líka á. Meira um skálun HÉR