Auglýsing

Ostasalat

Kosturinn við mörg salöt er að það er hægt að útbúa þau með fyrirvara og geyma í ísskápnum. Oft verða þau betri við að standa þar dágóða stund. Þetta undurgóða ostasalat göldruðu fram Handverkskonur í Stykkishólmi

.

STYKKISHÓLMUROSTASALÖTHANDVERK — SALÖTANANAS

.

Ostasalat

1 dós sýrður rjómi
1 lítil dós ananaskurl (ekki nota safann)
Karrý eftir smekk.
Þessu er hrært saman og smakkað til. Eftirfarandi er skorið í smá teninga og blandað saman við:
1 mexíkóostur
1 pepperoni ostur
1/3 blaðlaukur
1 rauð paprika
vínber
Blandið öllu saman og setjið í kæli í lágmark klukkustund áður en borið fram.

 

Handverkskonur í Stykkishólmi
Kaffi hjá handverkskonum í Stykkishólmi

☕️

— STYKKISHÓLMUROSTASALÖTHANDVERK — SALÖTANANAS

— OSTASALAT – EITT ÞAÐ ALLRA BESTA —

☕️

Auglýsing