Ostasalat – eitt það allra besta

Ostasalat

Kosturinn við mörg salöt er að það er hægt að útbúa þau með fyrirvara og geyma í ísskápnum. Oft verða þau betri við að standa þar dágóða stund. Þetta undurgóða ostasalat göldruðu fram Handverkskonur í Stykkishólmi

.

STYKKISHÓLMUROSTASALÖTHANDVERK — SALÖTANANAS

.

Ostasalat

1 dós sýrður rjómi
1 lítil dós ananaskurl (ekki nota safann)
Karrý eftir smekk.
Þessu er hrært saman og smakkað til. Eftirfarandi er skorið í smá teninga og blandað saman við:
1 mexíkóostur
1 pepperoni ostur
1/3 blaðlaukur
1 rauð paprika
vínber
Blandið öllu saman og setjið í kæli í lágmark klukkustund áður en borið fram.

 

Handverkskonur í Stykkishólmi
Kaffi hjá handverkskonum í Stykkishólmi

☕️

— STYKKISHÓLMUROSTASALÖTHANDVERK — SALÖTANANAS

— OSTASALAT – EITT ÞAÐ ALLRA BESTA —

☕️

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Spínatsalat með jarðarberjum

Spínatsalat með jarðarberjum. Það má vel hafa sumarleg salöt á öðrum tímum en yfir hásumarið. Nú fæst ferskt gott grænmeti allt árið og æskilegt að fólk borði meira af því. Ef það verður afgangur af salatinu má taka pastað úr og nota restina í bústið.

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel. Það var vor í lofti í Brussel um páskana, gróðurinn farinn að lifna við, fuglarnir í óða önn að undirbúa hreiðrin með tilheyrandi kórsöng og brúnin létt á mannfólkinu mót hækkandi sól.

Þórunn Björnsdóttir og Helga Jónsdóttir búa og starfa í Brussel. Þær eru höfðingjar heim að sækja, glaðværð og glæsileiki haldast í hendur hjá þeim. Ég gaukaði því að Þórunni hvort hún vildi útbúa eins og einn rétt fyrir bloggið - úr varð þetta bráðskemmtilega matarboð þar sem hver rétturinn var öðrum betri.

Messa og messukaffi í Beruneskirkju

Messukaffi. Var við messu í Beruneskirkju í dag þar sem séra Sjöfn Jóhannesdóttir þjónaði. Á eftir var öllum kirkjugestum boðið í messukaffi á Berunesi. Dásamlegt á fögrum stað á fallegum sumardegi. Amen!