Veganúar á Apótekinu

Veganúar á Apótekinu

Allan mánuðinn er vegan matseðill á Apótekinu í miðborg Reykjavíkur. Við Bergþór fórum í hádeginu, ásamt Sigurbjörgu Pétursdóttur og Svanhildi Jakobsdóttur, fengum okkur svokallaðan smakkseðil, og nutum í botn. Hver rétturinn var öðrum betri. Þarna eru snillar í eldhúsi og elskulegt fólk í þjónustu. Hægt að mæla með, sérstaklega fyrir þá sem þekkja lítið til vegan. Við erum ekki að tala um „salatblað, tómatsneið og hálfa gulrót“, heldur dásamlegt ferðalag fyrir bragðlauka og góða skapið.

APÓTEKIÐSIBBA PÉTURSSVANHILDUR JAKOBS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bökuð hindberjaostakaka – næstum því hættulega góð

Bökuð hindberjaostakaka. Bergdís Ýr er afar flink bakstri og öðru matarstússi eins og hún á kyn til. Gráfíkjukaka og terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi útbjó Bergdís eftir uppskriftum ömmu sinnar. Hún bakaði hindberjaostaköku og kom með í árlegt vinkvennakaffi. Stórfín terta sem var borðuð upp til agna.

Pekanhnetudraumur Svanhvítar

 

 

 

Pekanhnetudraumur. Svanhvít Þórarinsdóttir kom með þessar fallegu og góðu smákökur í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar. Það var einhver notalega sæla sem fylgdi þessum smákökum og dómnefndarmenn höfðu á orði að gott væri að borða þær með góðum kaffisopa.