Veganúar á Apótekinu

Veganúar á Apótekinu

Allan mánuðinn er vegan matseðill á Apótekinu í miðborg Reykjavíkur. Við Bergþór fórum í hádeginu, ásamt Sigurbjörgu Pétursdóttur og Svanhildi Jakobsdóttur, fengum okkur svokallaðan smakkseðil, og nutum í botn. Hver rétturinn var öðrum betri. Þarna eru snillar í eldhúsi og elskulegt fólk í þjónustu. Hægt að mæla með, sérstaklega fyrir þá sem þekkja lítið til vegan. Við erum ekki að tala um „salatblað, tómatsneið og hálfa gulrót“, heldur dásamlegt ferðalag fyrir bragðlauka og góða skapið.

APÓTEKIÐSIBBA PÉTURSSVANHILDUR JAKOBS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kartöflusmælki í tómat

Kartöflusmælki í tómat. Nú eru kartöflur komnar uppúr moldinni og tilvalið að nýta þær í hina ýmsu rétti. Þessi réttur er upprunninn á Indlandi og er kjörinn sem meðlæti.

Haframjölskaka

Haframjölskaka

Haframjölskaka. Sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá Sætabrauðsdrengjunum að mæður þeirra bjóða í kaffi. Móðir Hlöðvers bauð í kaffi þegar haldin var söngskemmtun í Siglufjarðarkirkju. Mjúk og góð kaka sem rann ljúflega niður.