Ferskjusúpa – ferskju-grænmetis-kjúklingasúpa

Ferskjusúpa, ferskjur, kjúklingur, súpa karrý matarmikil
Ferskjusúpa – ferskju-grænmetis-kjúklingasúpa

Ferskjusúpa

Jón kunningi okkar benti okkur á dásamlega góða ferskju/grænmetis/kjúklingasúpu. Frekar spes – Jón útvegaði okkur uppskriftina og súpan stendur fyllilega undir væntingum. Hún er ævintýralega góð. Í uppskriftinn er talað um grillaðan kjúkling, sjálfur notaði ég kjúklingalæri, skar þau smátt niður og sauð með grænmetinu í súpunni.
— SÚPURFERSKJUR
.

Ferskjusúpa

 1 laukur

4-5 msk góð olía

3 msk sterkt karrý

kjúklingakraftur

4 hvítlauksrif

3 ds niðursoðnir tómatar með basli og hvítlauk

1dós niðursoðnar ferskjur + safi – stór dós ( skera ferskjurnar smátt )

1/2 heill grillaður kjúklingur ( rifinn og settur í 10-15 mín áður en borið er fram )

2 gulrætur

1-2 stilkar sellerí

1/ 2 paprika

1/2 l matreiðslu rjómi

2 ds kókosmjólk

svartur pipar og salt

 

GARNISH:

Rifinn ostur

Sólblómafræ( eða salatblanda með fræjum og graskersfræum ofl. ristað selt ready út í búð.

Kóríander ( smátt skorinn )

 

todo:

nóg af olíu á pott, laukur + hvítlaukur+ karrý. Bætið við grænmeti ef vill

Setjið restina í pottinn og kryddið til með salt og pipar ( ekki kjúklingurinn strax )

Setjið á diska og spennandi að hver og einn strái örlítlum osti,  nóg af fræjum og svo ferkum kóríander.

SÚPURFERSKJUR

niðursoðnar ferskjur
Niðursoðnar ferskjur

— FERSKJUSÚPA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kúrbítsrúllur með valhnetufyllingu

Kúrbítsrúllur með valhnetufyllingu. Sigrún Hjálmtýsdóttir er ekki bara framúrskarandi söngkona hún er líka afar flink í eldhúsinu og alltar eitthvað gott með kaffinu hjá frúnni í Mosfellsdalnum.

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur. Gleðigjafinn hugprúði Konráð Jónsson sigraði í árlegri smákökusamkeppni starfsfólks Opus lögmanna. Fjölmargar smákökur bárust, eins og stundum er getur verið erfitt að velja sigurvegara (vinningssmákökuna).  Nú eins og undanfarin ár fengum við Bergþór með okkur gestadómara sem var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. “Þessi  uppskrift er í grunninn af vefsíðunni Gulur, rauður, grænn og salt, en ég notaði sérstakt sjávarsalt, sem heitir Fleur de sel”

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi. Bergdís Ýr kom með tvær kökur á ættarmótið sem hún bakaði eftir gamalli uppskriftabók ömmu sinnar. Fyrr setti ég hérna uppskrift að gráfíkjuköku og þessi heitir í bók Birnu: Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi. En þar sem mér finnst þetta frekar vera terta en kaka þá kallast hún svo hér. Ætli sé ekki í lagi að minnka sykurmagnið um amk helming

Bláberjahjónabandssæla, alveg dásamlega góð

Bláberjahjónabandssæla. Ætli megi ekki segja að þetta sé hliðarútgáfa af hjónabandssælunni góðu. Það má baka þessa hvort heldur er í kringlóttu formi eða í ofnskúffu eins og venjulega hjónabandssælu. Mjög góð með kaffinu, bökum og höfum kvöldkaffi eða bjóðum gestum heim :)

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar. Hef alla tíð hrifist af fólki sem kallar ekki allt ömmu sína. Jóna Matthildur er fasbókarvinkona mín. Á dögunum nefndi ég við hana hvort hún væri til í að útbúa eitthvert góðgæti fyrir bloggið. Ég bjóst við einum brauðrétti, í mesta lagi einni tertu. Nei, nei. Þegar ég kom var hlaðið borð af tertum, brauðréttum og öðru góðgæti. Hvert öðru fallegra og bragðbetra. Ekki nóg með það, Jóna bauð frænkum sínum og vinkonum til kaffisamsætis og úr urðu skemmtilegar og lifandi umræður. Þess má geta í óspurðum fréttum að ég át yfir mig...

Sítrónubaka með ferskum berjum

Sítrónubaka með ferskum berjum IMG_1536

Sítrónubaka með ferskum berjum. Í vikunni var morgunverðarveisla starfsfólks Listaháskólans - starfsfólk Tónlistar- og Sviðslistadeilda buðu hinum deildunum í morgunkaffi og með því. Björk sló í gegn með þessari sítrónuköku sem hvarf eins og dögg fyrir sólu.