Auglýsing
Ferskjusúpa, ferskjur, kjúklingur, súpa karrý matarmikil
Ferskjusúpa – ferskju-grænmetis-kjúklingasúpa
Ferskjusúpa. Jón kunningi okkar benti okkur á dásamlega góða ferskju/grænmetis/kjúklingasúpu. Frekar spes – Jón útvegaði okkur uppskriftina og súpan stendur fyllilega undir væntingum. Hún er ævintýralega góð. Í uppskriftinn er talað um grillaðan kjúkling, sjálfur notaði ég kjúklingalæri, skar þau smátt niður og sauð með grænmetinu í súpunni.
— SÚPURFERSKJUR

Ferskjusúpa

 1 laukur

4-5 msk góð olía

3 msk sterkt karrý

kjúklingakraftur

4 hvítlauksrif

3 ds niðursoðnir tómatar með basli og hvítlauk

1dós niðursoðnar ferskjur + safi – stór dós ( skera ferskjurnar smátt )

1/2 heill grillaður kjúklingur ( rifinn og settur í 10-15 mín áður en borið er fram )

2 gulrætur

1-2 stilkar sellerí

1/ 2 paprika

1/2 l matreiðslu rjómi

2 ds kókosmjólk

svartur pipar og salt

 

GARNISH:

Rifinn ostur

Sólblómafræ( eða salatblanda með fræjum og graskersfræum ofl. ristað selt ready út í búð.

Kóríander ( smátt skorinn )

 

todo:

nóg af olíu á pott, laukur + hvítlaukur+ karrý. Bætið við grænmeti ef vill

Setjið restina í pottinn og kryddið til með salt og pipar ( ekki kjúklingurinn strax )

Setjið á diska og spennandi að hver og einn strái örlítlum osti,  nóg af fræjum og svo ferkum kóríander.

SJÁ EINNIG: SÚPURFERSKJUR

niðursoðnar ferskjur
Niðursoðnar ferskjur

— FERSKJUSÚPA —

Auglýsing

2 athugasemdir

  1. Hæ hæ, fyrir hvað marga er þessi súpa ætluð? Og varðandi kjúkingakraftinn hvað á að vera mikið af honum já og þarf ekkert vatn? Og takk kærlega fyrir flottar uppskriftir hér hjá þér.

  2. Takk fyrir:)
    Þú þarft eiginlega að smakka hana til og meta hversu mikinn kraft þarf.
    Ekkert vatn í upphaflegu uppskriftinni en ef þér finnst hún of þykk þá geturðu þynnt hana með vatni.
    Gangi þér vel í eldhúsinu

Comments are closed.