Veganúar á Apótekinu

Veganúar á Apótekinu

Allan mánuðinn er vegan matseðill á Apótekinu í miðborg Reykjavíkur. Við Bergþór fórum í hádeginu, ásamt Sigurbjörgu Pétursdóttur og Svanhildi Jakobsdóttur, fengum okkur svokallaðan smakkseðil, og nutum í botn. Hver rétturinn var öðrum betri. Þarna eru snillar í eldhúsi og elskulegt fólk í þjónustu. Hægt að mæla með, sérstaklega fyrir þá sem þekkja lítið til vegan. Við erum ekki að tala um „salatblað, tómatsneið og hálfa gulrót“, heldur dásamlegt ferðalag fyrir bragðlauka og góða skapið.

APÓTEKIÐSIBBA PÉTURSSVANHILDUR JAKOBS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað

HotelHildibrand

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað. Á Hildibrand hótelinu í Neskaupstað er veitingastaðurinn Kaupfélagsbarinn sem er með þeim bestu á landsbyggðinni. Gamla kaupfélagshúsinu á staðnum var breytt í hótel og á jarðhæðinni er Kaupfélagsbarinn. Hönnunin er til fyrirmyndar og á veggjum minnir eitt og annað á blómatíma Sambandsins. Við fengum okkur blandaða fiskrétti og skyrmús og ís á eftir. Satt best að segja urðum við orðlaus yfir matnum, svo góður var hann. Á meðan við nutum matarins kom Hákon hótelstjóri með fangið fullt af nýuppteknu grænmeti sem hann ræktar sjálfur fyrir veitingastaðinn. Stórfínn veitingastaður sem vel má mæla með.

Kínósaalat með kóríander og lime

Kínóasalat

Kínósaalat með kóríander og lime. Létt og gott salat sem getur bæði verið sér réttur eða meðlæti með góðum mat. Kínóa fer vel í maga og við ættum að nota það meira í matargerð, það innildur prótín, kalk, járn, sink, B-vítamín. Svo er það glúteinlaust.

Guacamole, einfalt og fljótlegt

Guacamole er fljótlegt að útbúa og svo er það einfalt. Þá er það einstakla mjúkt og bragðgott og mætti kalla lárperumauk á íslensku. Ég útbú allltaf vel af guacamole og háma svo í mig restina. Avókadó er fullt af hollum fitum