Auglýsing

Allan mánuðinn er vegan matseðill á Apótekinu í miðborg Reykjavíkur. Við Bergþór fórum í hádeginu, ásamt Sigurbjörgu Pétursdóttur og Svanhildi Jakobsdóttur, fengum okkur svokallaðan smakkseðil, og nutum í botn. Hver rétturinn var öðrum betri. Þarna eru snillar í eldhúsi og elskulegt fólk í þjónustu. Hægt að mæla með, sérstaklega fyrir þá sem þekkja lítið til vegan. Við erum ekki að tala um „salatblað, tómatsneið og hálfa gulrót“, heldur dásamlegt ferðalag fyrir bragðlauka og góða skapið.

APÓTEKIÐSIBBA PÉTURSSVANHILDUR JAKOBS

Auglýsing