Ísgerðarskál á KitchenAid

Ísgerðarskál á KitchenAid ís rjómaís ísvél
Ísgerðarskál á KitchenAid

Á dögunum var ég í Byggt og búið í Kringlunni og sá þar ísgerðarskál á KitchenAid hrærivélina. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um og keypti skálina. Annars áttum við fyrir mörgum árum ísgerðarvel, litla fallega græju sem gladdi okkur og fleiri óendanlega mikið. Við tókum stundum vélina með okkur í matarboð og sáum um ísinn með eftirréttinum (auðvitað með góðu samþykki gestgjafanna).

Hugmyndin með ísgerðarskál KitchenAid er í raun einföld. Milli laga í skálinni er vökvi sem frýs, en skálin er geymd í frysti, og þegar kemur að því að gera ís þá eru hráefnin sett í skálina, hún sett á hrærivélina og sérstakur spaði/þeytari settur í gang. Ísinn er svo borinn beint á borð úr vélinni.

Ísgerðarskál á KitchenAid

Hvort sem er rjómaís, veganís eða krap – ísskálin hentar í þetta allt. Nú verða prófaðar uppskriftir út í eitt. Uppskriftirnar munu birtast hér á næstu vikum og mánuðum.

Ljósmyndir: Silla Páls  – Færslan er unnin í samstarfi við Byggt og búið

— ÍSGERÐARSKÁL Á KITCHENAID —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Moussaka

Moussaka

Moussaka. Einfaldasta lýsing á moussaka er: ofnréttur með eggaldini. Það kom mér gríðarlega á óvart, þegar ég fór að leita að góðri uppskrift að moussaka

Bananabrauð Boga

Bananabrauð Boga. Svo skemmtilega vildi til að Bogi var nýbúinn að baka bananabrauð þegar við birtumst um daginn. Við mathákarnir tókum hressilega til matar(brauðs) okkar..