Má snýta sér við matarborðið?

Má snýta sér við matarborðið? etiquette borðsiðir kurteisi Má snýta sér við matarborðið? Skammdegið er tími hálsbólgu, kvefs, hósta, hnerra og nefrennslis. Við getum auðveldlega komið í veg fyrir hnerra með því að halda fyrir nefið en er í lagi að snýta sér við matarborðið? Í sumum löndum þykir sjálfsagt og eðlilegt að snýta sér við matarborðið en alls ekki að sjúga upp í nefið. Við tengjum þetta helst við Þjóðverja sem, að því er sumum finnst, snýta sér í tíma og ótíma, hvort sem er við matarborðið, í búð, á kaffihúsi eða annarsstaðar. Við Íslendingar forðumst hins vegar að snýta okkur við matarborðið. Flest sjúgum við upp í nefið án þess að taka eftir því. Það telst í lagi að sjúga einu sinni upp í nefið en ef við finnum að það dugar ekki til þarf að fara afsíðis og snýta sér hressilega.
Má snýta sér við matarborðið?

Má snýta sér við matarborðið?

Skammdegið er tími hálsbólgu, kvefs, hósta, hnerra og nefrennslis. Við getum auðveldlega komið í veg fyrir hnerra með því að halda fyrir nefið en er í lagi að snýta sér við matarborðið? Í sumum löndum þykir sjálfsagt og eðlilegt að snýta sér við matarborðið en alls ekki að sjúga upp í nefið. Við tengjum þetta helst við Þjóðverja sem, að því er sumum finnst, snýta sér í tíma og ótíma, hvort sem er við matarborðið, í búð, á kaffihúsi eða annarsstaðar. Við Íslendingar forðumst hins vegar að snýta okkur við matarborðið. Flest sjúgum við upp í nefið án þess að taka eftir því. Það telst í lagi að sjúga einu sinni upp í nefið en ef við finnum að það dugar ekki til þarf að fara afsíðis og snýta sér hressilega.

*myndina tók Silla Páls ljósmyndari fyrir Húsfreyjuna. Hún sagði að ég mætti ekki snýta mér í alvörunni því þá yrðu kinnarnar allt of stórar á myndinni… 😉

— BORÐSIÐIRHÚSFREYJAN

— MÁ SNÝTA SÉR VIÐ MATARBORÐIÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.