Auglýsing
Má snýta sér við matarborðið? etiquette borðsiðir kurteisi Má snýta sér við matarborðið? Skammdegið er tími hálsbólgu, kvefs, hósta, hnerra og nefrennslis. Við getum auðveldlega komið í veg fyrir hnerra með því að halda fyrir nefið en er í lagi að snýta sér við matarborðið? Í sumum löndum þykir sjálfsagt og eðlilegt að snýta sér við matarborðið en alls ekki að sjúga upp í nefið. Við tengjum þetta helst við Þjóðverja sem, að því er sumum finnst, snýta sér í tíma og ótíma, hvort sem er við matarborðið, í búð, á kaffihúsi eða annarsstaðar. Við Íslendingar forðumst hins vegar að snýta okkur við matarborðið. Flest sjúgum við upp í nefið án þess að taka eftir því. Það telst í lagi að sjúga einu sinni upp í nefið en ef við finnum að það dugar ekki til þarf að fara afsíðis og snýta sér hressilega.
Má snýta sér við matarborðið?

Má snýta sér við matarborðið?

Skammdegið er tími hálsbólgu, kvefs, hósta, hnerra og nefrennslis. Við getum auðveldlega komið í veg fyrir hnerra með því að halda fyrir nefið en er í lagi að snýta sér við matarborðið? Í sumum löndum þykir sjálfsagt og eðlilegt að snýta sér við matarborðið en alls ekki að sjúga upp í nefið. Við tengjum þetta helst við Þjóðverja sem, að því er sumum finnst, snýta sér í tíma og ótíma, hvort sem er við matarborðið, í búð, á kaffihúsi eða annarsstaðar. Við Íslendingar forðumst hins vegar að snýta okkur við matarborðið. Flest sjúgum við upp í nefið án þess að taka eftir því. Það telst í lagi að sjúga einu sinni upp í nefið en ef við finnum að það dugar ekki til þarf að fara afsíðis og snýta sér hressilega.

*myndina tók Silla Páls ljósmyndari fyrir Húsfreyjuna. Hún sagði að ég mætti ekki snýta mér í alvörunni því þá yrðu kinnarnar allt of stórar á myndinni… 😉

Auglýsing

— BORÐSIÐIRHÚSFREYJAN

— MÁ SNÝTA SÉR VIÐ MATARBORÐIÐ —

.