Ísgerðarskál á KitchenAid

Ísgerðarskál á KitchenAid ís rjómaís ísvél
Ísgerðarskál á KitchenAid

Á dögunum var ég í Byggt og búið í Kringlunni og sá þar ísgerðarskál á KitchenAid hrærivélina. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um og keypti skálina. Annars áttum við fyrir mörgum árum ísgerðarvel, litla fallega græju sem gladdi okkur og fleiri óendanlega mikið. Við tókum stundum vélina með okkur í matarboð og sáum um ísinn með eftirréttinum (auðvitað með góðu samþykki gestgjafanna).

Hugmyndin með ísgerðarskál KitchenAid er í raun einföld. Milli laga í skálinni er vökvi sem frýs, en skálin er geymd í frysti, og þegar kemur að því að gera ís þá eru hráefnin sett í skálina, hún sett á hrærivélina og sérstakur spaði/þeytari settur í gang. Ísinn er svo borinn beint á borð úr vélinni.

Ísgerðarskál á KitchenAid

Hvort sem er rjómaís, veganís eða krap – ísskálin hentar í þetta allt. Nú verða prófaðar uppskriftir út í eitt. Uppskriftirnar munu birtast hér á næstu vikum og mánuðum.

Ljósmyndir: Silla Páls  – Færslan er unnin í samstarfi við Byggt og búið

— ÍSGERÐARSKÁL Á KITCHENAID —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.