Auglýsing
Grafinn hrossvöðvi á kartöfluskífu  kvenfélagið í Þykkvabænum

Grafinn hrossvöðvi á kartöfluskífu 
Villijurtakrydd frá Pottagöldrum
Best á allt frá Pottagöldrum
piparblanda
salt og sykur.
Öllu blandað saman og kjötið hjúpað kryddinu, pakkað vel inn og geymt í kæli í ca 2 sólarhringa.
Kartöflur skornar í þunnar skífur, kryddaðar með jurtasalti og bakaðar gullinbrúnar (passa að brenna ekki) Þá er að setja saman þetta gúmmelaði ….. kartöfluskífa, piparrótarsósa, rauðlaukssulta, lagleg sneið af hrossakjötinu og klettasalat til skrauts.

Grafni i hrossavöðvinn var á boðstólnum ásamt fleira góðgæti hjá kvenfélagskonum í Þykkvabænum

Auglýsing