Kaldur brauðréttur – klárlega einn sá besti og fljótlegasti
Lionskonur í Borgarnesi buðu í glæsilega kaffiveislu, meðal góðra veitinga var þessi góði brauðréttur
— KALDIR RÉTTIR — VINSÆLUSTU BRAUÐRÉTTIRNIR — BORGARNES —
.
Kaldur brauðréttur
1 brauð
2 ds sýrður rjómi
1 lítil dós mæjónes
ananassafi
1/2 kg rækjur eða skinka
1/2 ds ananas
1 rauð paprika
1 gul paprika
1 agúrka
1 blaðlaukur
Rífið brauðið smátt og setjið í form. blandið sýrðum rjóma, mæjónesi, ananas og helmingi af ananassafa saman við. Stráið rækjum eða skinku yfir. Hellið restinni af ananassafanum yfir. Saxið paprikur, agúrku og blaðlauk og stráið yfir.
Lionskonur í Borgarnesi buðu í glæsilega kaffiveislu, meðal góðra veitinga var þessi brauðréttur
— KALDIR RÉTTIR — VINSÆLUSTU BRAUÐRÉTTIRNIR — BORGARNES —
.