Auglýsing
Lionskonur í Borgarnesi Lions Kaldur brauðréttur Mexíkóskur réttur Kaldur rækjuréttur Lionsklúbburinn Agla Borgarnes Lions
Lionskonur í Borgarnesi

Lionsklúbburinn Agla í Borgarnesi er hópur kátra kvenna sem hittast einu sinni í mánuði sér til skemmtunar og til að ákveða hvernig þær geta látið gott af sér leiða. Á síðasta fundi var heldur betur fjölbreytt kaffimeðlæti. Það væri of mikið að birta uppskriftir að öllu því undurgóða kaffimeðlæti sem var á borðinu en hér eru nokkrar.

— KALDIR RÉTTIR VINSÆLUSTU BRAUÐRÉTTIRNIRBORGARNES

Gamaldags brauðréttur
Gamaldags brauðréttur

Gamaldags brauðréttur
150 g skinka
200 g rifinn ostur
2 tómatar í sneiðum í skraut
1/2 dós ananas án vökva
3 msk. majones kúfaðar
1 msk tómatsósa kúfuð
1 msk. sætt sinnep
3 msk þeytur rjómi kúfaðar
Majó, rjómi, tómatsósa og sinnep hrært saman. Síðan rest set saman við, sett í smurt form ofaná formbrauð sem hefur verið skorið í teninga. Bleytt með safanum af ananasnum, majó gumsið sett ofan á brauðið og síðan bakað í ofni.

Kaldur rækjuréttur
Kaldur rækjuréttur

Kaldur rækjuréttur
500 g rækjur
1/2 gúrka
1/2 púrrulaukur
2 tómatar
1 rauð papríka
1 dós ananassneiðar
1 dós sýrður rjómi
3 msk. majones
1/2 samlokubrauð
Allt grænmetið brytjað smátt. Sýrður rjóminn og majonesið hrært saman og grænmetinu blandað út í, Brauðið skorið í litla teninga og sett saman við. Að síðustu er rækjunum blandað saman við. Paprikubitum sáldrað yfir. Ég bætti svo eggjabátum, vínberjum og litlum tómötum til skrauts ofan á. Rétturinn er betri daginn eftir.

Mexíkóskur réttur
Mexíkóskur réttur

Mexíkóskur réttur
400 g rjómaostur
1 krukka taco sósa
2 – 3 tómatar saxaðir
1 rauðlaukur
Iceberg salat
Mariboostur rifinn
Grænar olífur eftir smekk
1/2 dós sýrður rjómi
Rjómaostur og taco sósa mixað í blandara og sett í grunnt fat, grænmetið saxað og því stráð yfir, osturinn síðast og svo sýrðum rjóma slett yfir í restina. 2 pokar taco flögur(rauðir pakkar) passa yfir þennan skammt. Best er að gera þennan rétt samdægurs . Þetta er grænmetisréttur sem gott er að borða hvar og hvenær sem er , jafnt að nóttu sem degi .

Kaldur brauðréttur
Kaldur brauðréttur

Kaldur brauðréttur

1 brauð

2 ds sýrður rjómi

1 lítil dós mæjónes

ananassafi

1/2 kg rækjur eða skinka

1/2 ds ananas

1 rauð paprika

1 gul paprika

1 agúrka

1 blaðlaukur

Rífið brauðið smátt og setjið í form. blandið sýrðum rjóma, mæjónesi, ananas og helmingi af ananassafa saman við. Stráið rækjum eða skinku yfir. Hellið restinni af ananassafanum yfir. Saxið paprikur, agúrku og blaðlauk og stráið yfir.

Auglýsing