Auglýsing
saltfiskbuff saltfiskur buff Halldóra
Saltfiskbuff

Saltfiskbuff. Eins og áður hefur komið fram á ég nokkrar uppskriftavinkonur sem ég hef samband við þegar mikið liggur við. Um daginn var ég með saltfisk og kartöflur og vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera við þetta. Þá datt mér í hug að hafa samband við Halldóru systur mína sem gaukaði þessu að mér en að vísu þurfti ég nokkur að skálda hlutföllin. Þetta tókst vel og bragðaðist afar vel.

SALTFISKURBUFF

Auglýsing

Saltfiskbuff

500 g saltfiskur

1 laukur

olía

1 rauð paprika

400 g soðnar kartöflur

2 egg

2 msk hveiti

1 tsk lyftiduft

1 dl rasp

salt(ef þarf) og pipar

Sjóðið saltfiskinn, hreinsið roðið af og látið fiskinn kólna. Saxið lauk og steikið í olíunni. Saxið papriku og setjið í skál ásamt fiski og lauk. Merjið gróft kartöflurnar og bætið við og eggjum, hveiti, lyftidufti, raspi og kryddi. Mótið buff með höndunum og steikið í vel heitri olíu á pönnu.

SALTFISKURBUFF