Saltfiskbuff

saltfiskbuff saltfiskur buff Halldóra
Saltfiskbuff

Saltfiskbuff

Eins og áður hefur komið fram á ég nokkrar uppskriftavinkonur sem ég hef samband við þegar mikið liggur við. Um daginn var ég með saltfisk og kartöflur og vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera við þetta. Þá datt mér í hug að hafa samband við Halldóru systur mína sem gaukaði þessu að mér en að vísu þurfti ég nokkur að skálda hlutföllin. Þetta tókst vel og bragðaðist afar vel.

SALTFISKURBUFF

.

Saltfiskbuff

500 g saltfiskur

1 laukur

olía

1 rauð paprika

400 g soðnar kartöflur

2 egg

2 msk hveiti

1 tsk lyftiduft

1 dl rasp

salt(ef þarf) og pipar

Sjóðið saltfiskinn, hreinsið roðið af og látið fiskinn kólna. Saxið lauk og steikið í olíunni. Saxið papriku og setjið í skál ásamt fiski og lauk. Merjið gróft kartöflurnar og bætið við og eggjum, hveiti, lyftidufti, raspi og kryddi. Mótið buff með höndunum og steikið í vel heitri olíu á pönnu.

SALTFISKURBUFF

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kökubæklingur Nóa Síríus 2017

Kökubæklingur Nóa Síríus 2017. Út er kominn kökubæklingur Nóa Síríus, sá tuttuguasti í röðinni. Mér hlotnaðist sá heiður að sjá um hann í ár. Það er bæði vandasamt og mikil áskorun að undirbúa bækling sem fer svo víða og stór hluti þjóðarinnar safnar og notar ár eftir ár. Fjölmargir lögðu hönd á plóg, gáfu góð ráð, smökkuðu og annað slíkt - kann ég öllum mínar bestu þakkir. Til að auka fjölbreytnina enn frekar var haldin uppskriftasamkeppni, úr mörgum uppskriftum voru þrjár valdar og fá sigurvegararnir góðgætiskörfur frá Nóa Síríus.

SÚKKULAÐIsmákökur með hnetum

Súkkulaðismákökur með hnetum

SÚKKULAÐIsmákökur með hnetum. Nú er ég algjörlega að missa mig í súkkulaðinu, ofurgóða súkkulaðinu. Í þessar kökur má nota hvaða tegund af hnetum sem fólk vill, ber eða fræ. Njótið vel með kaffi eða ís eða……

Punjab karrí lamb

Punjab karrí lamb. Bergþór tók áskorun, hann er á áskorunartímabili (og er bókstaflega til í allt), og útbjó indverskan karrýlambarétt. Ótrúlega góður matur og kjötið rann af beinunum svo meyrt var það og vel eldað. „Í London fór ég í fyrsta skipti á indverskan veitingastað. Ég man að ég svitnaði talsvert og borgaði meira fyrir vatnið en matinn. Þessi réttur er ekki ýkja sterkur, en um að gera að gluða engifer, hvítlauk og ferskum chili í viðbót, ef maður vill láta rífa verulega í."