Afleitur handavandi áleitinna karlmanna

RANNVEIG SCHMIDT kurteisi borðsiðir etiquette fruntaskapur ósómi óviðeigandi dónakarlar gullhamrar siðleysingi
Forsíða bókarinnar Kurteisi eftir Rannveigu Schmidt

Áleitnir karlmenn með afleitan handavanda. Rannveig Schmidt gaf út bókina Kurteisi árið 1942.

Í seinni tíð hefur athyglin góðu heilli beinst að því hve óviðeigandi athæfi dónakarla er. Til skamms tíma töldu margir að þeir væru að uppfylla karlmannlega skyldu sína með því að klípa og þukla kvenfólk líkt og hvern annan búpening, ásamt því að auðsýna margvíslegan og ólíðandi fruntaskap af öðru tagi. Vissulega er sá vandi ekki úr sögunni, en Rannveig kemur inn á þennan ósóma í kaflanum „Frussarar og annað“ þar sem hún gefur m.a. ráð „við áleitnum karlmönnum“. Þar nefnir hún dæmi um konu í sófa með eldri karli sem hefur „ungar tilhneigingar“ og fálmar utan í konuna „já, hefur afleitan handavanda“. Á þessum tíma var umræðan um kynferðislega áreitni varla á frumstigi. Rannveig ráðleggur konunni því að hvísla að dónanum að hún þori ekki að sitja hjá honum lengur, þar sem hann sé „allt of hættulegur“ og átti hann að taka því sem gullhömrum. Eins gott að styggja ekki siðleysingja á þessum árum.

KURTEISIRANNVEIG SCHMIDTGÖMUL RÁÐ

Rannveig Þorvarðardóttir Schmidt Kurteisi
Rannveig Þorvarðardóttir Schmidt 1892-1952
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.