Afleitur handavandi áleitinna karlmanna

RANNVEIG SCHMIDT kurteisi borðsiðir etiquette fruntaskapur ósómi óviðeigandi dónakarlar gullhamrar siðleysingi
Forsíða bókarinnar Kurteisi eftir Rannveigu Schmidt

Áleitnir karlmenn með afleitan handavanda. Rannveig Schmidt gaf út bókina Kurteisi árið 1942.

Í seinni tíð hefur athyglin góðu heilli beinst að því hve óviðeigandi athæfi dónakarla er. Til skamms tíma töldu margir að þeir væru að uppfylla karlmannlega skyldu sína með því að klípa og þukla kvenfólk líkt og hvern annan búpening, ásamt því að auðsýna margvíslegan og ólíðandi fruntaskap af öðru tagi. Vissulega er sá vandi ekki úr sögunni, en Rannveig kemur inn á þennan ósóma í kaflanum „Frussarar og annað“ þar sem hún gefur m.a. ráð „við áleitnum karlmönnum“. Þar nefnir hún dæmi um konu í sófa með eldri karli sem hefur „ungar tilhneigingar“ og fálmar utan í konuna „já, hefur afleitan handavanda“. Á þessum tíma var umræðan um kynferðislega áreitni varla á frumstigi. Rannveig ráðleggur konunni því að hvísla að dónanum að hún þori ekki að sitja hjá honum lengur, þar sem hann sé „allt of hættulegur“ og átti hann að taka því sem gullhömrum. Eins gott að styggja ekki siðleysingja á þessum árum.

KURTEISIRANNVEIG SCHMIDTGÖMUL RÁÐ

Rannveig Þorvarðardóttir Schmidt Kurteisi
Rannveig Þorvarðardóttir Schmidt 1892-1952
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Berjaeftirréttur með kókosbollum og hrískúlum

Berjaeftirréttur með kókosbollum og hrískúlum. Stundum er tíminn takmarkaður til að útbúa eftirrétti. Þessi varð eiginlega saminn á staðnum og svo sem ekki stuðst við nákvæm mál. En ég skal samt gera mitt besta og skrifa niður málin nokkurnvegin rétt.

Vinsælustu borðsiðafærslurnar

Mest skoðað

Vinsælustu borðsiðafærslurnar janúar - júlí. Á hverjum föstudegi allt þetta ár birtast hér færslur um borðsiði og annað sem tengist borðhaldi, veislum og þess háttar. Það kom ánægjulega á óvart hversu vel fólk er þakklátt fyrir færslurnar og er duglegt að deila þeim. Í öllum bænum ekki halda að ég sé fullkominn í þessum málum, en mér hefur farið fram :)  Hér er listi yfir átta mest skoðuðu borðsiðafærslurnar frá áramótum til loka júní.

Að ýmsu er að hyggja þegar matarboð er undirbúið

Matarboð undirbúið. Að ýmsu er að hyggja áður en matargesti ber að garði. Það er augnayndi að sjá fallega lagt á borð og gott er að gefa sér góðan tíma í að undirbúa borðið, jafnvel daginn áður, skipuleggja og koma öllu haganlega fyrir. Eins og venjulega þarf að meta tilefnið og umfangið. Þegar mikið stendur til notum við spariborðbúnaðinn.