Auglýsing
RANNVEIG SCHMIDT kurteisi borðsiðir etiquette fruntaskapur ósómi óviðeigandi dónakarlar gullhamrar siðleysingi
Forsíða bókarinnar Kurteisi eftir Rannveigu Schmidt

Áleitnir karlmenn með afleitan handavanda. Rannveig Schmidt gaf út bókina Kurteisi árið 1942.

Í seinni tíð hefur athyglin góðu heilli beinst að því hve óviðeigandi athæfi dónakarla er. Til skamms tíma töldu margir að þeir væru að uppfylla karlmannlega skyldu sína með því að klípa og þukla kvenfólk líkt og hvern annan búpening, ásamt því að auðsýna margvíslegan og ólíðandi fruntaskap af öðru tagi. Vissulega er sá vandi ekki úr sögunni, en Rannveig kemur inn á þennan ósóma í kaflanum „Frussarar og annað“ þar sem hún gefur m.a. ráð „við áleitnum karlmönnum“. Þar nefnir hún dæmi um konu í sófa með eldri karli sem hefur „ungar tilhneigingar“ og fálmar utan í konuna „já, hefur afleitan handavanda“. Á þessum tíma var umræðan um kynferðislega áreitni varla á frumstigi. Rannveig ráðleggur konunni því að hvísla að dónanum að hún þori ekki að sitja hjá honum lengur, þar sem hann sé „allt of hættulegur“ og átti hann að taka því sem gullhömrum. Eins gott að styggja ekki siðleysingja á þessum árum.

KURTEISIRANNVEIG SCHMIDTGÖMUL RÁÐ

Rannveig Þorvarðardóttir Schmidt Kurteisi
Rannveig Þorvarðardóttir Schmidt 1892-1952
Auglýsing