Ferskt íslenskt pasta og kjötsósa með

Íslenskt pasta og kjötsósa með kaja pasta lífrænt fyrir alla
Ferskt íslenskt pasta og kjötsósa með

Ferskt íslenskt pasta og kjötsósa með

Guðný Þorleifsdóttir var með íslenskt ferskt pasta ásamt öðru góðgæti í hádegisverðarboðinu. Það má vel mæla með þessu pasta, eina sem þarf að passa er að sjóða það ekki of lengi – það tekur aðeins nokkrar mínútur. –

PASTARÉTTIR — KOLFREYJUSTAÐUR — KAJA

.

Íslenskt ferskt pasta kaja lífrænt fyrir alla tagliatelle íslensk framleiðsla Akranes karen jónsdóttir
Íslenskt ferskt pasta fyrir alla

Íslenskt pasta og kjötsósa með

250 gr sveppir, smátt saxaðir.
3 hvítlaukar (þessir í heilu í körfunni) eða 4-5 geirar smátt saxaðir
Steikið sveppi á djúpri pönnu, lækkið hitann og bætið hvítlauk útí.
Látið malla í 20 mín.
Takið af pönnunni.

500 gr nautahakk, brúnað vel. Þá næst útí:
1 lítil dós tómatpure,
1 dós tómatar með hvítlauk,
1 matskeið basilíka,
sveppir og hvítlaukur.
Látið malla í 1 – 1 1/2 tíma.
Í blálokin 1 grænmetisteningur settur saman við.

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum. Ferskt pasta er best og ég notaði íslenska pastað frá Kaju á Akranesi (það fæst í Hagkaupum og í Melabúðinni)

Borið fram, borðað með bestu lyst og fullt af rifnum parmesan.

PASTARÉTTIR — KOLFREYJUSTAÐUR — KAJA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.