Gâteau breton og Tarte tatin – þrír Frakkar á Fáskrúðsfirði
Það er svo hressandi að hitta ungt fólkt sem getur séð eitthvað skondið út úr hversdagslegustu aðstæðum og finnst meira og minna allt fyndið. Á Fáskrúðsfirði eru Emma og Justine frá Gravelines (vinabæ Fáskrúðsfjarðar) og Jean-Baptiste Bancel frá Brest að vinna á franska safninu. Þar segja þau gestum frá sögu franskra sjómanna af miklum áhuga. Í frítímum fara þau í stutt ferðalög, í útreiðatúr, þá hafa þau skoðað frystihúsi, farið í matarboð og fleira. Þau leggja sig fram um að læra íslensku og kenna Fjólu safnstjóra frönsku. Hver morgun byrjar á því að þau skiptast á að leggja til stutta setningu til að læra yfir daginn, á frönsku og íslensku. Páll lagði til setningu dagsins: Það rignir í dag! sem er á frönsku: Il pleut aujourd’hui
– #sumarferðalag8/15 — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — FRANSKIR SJÓMENN – GRAVELINES —
.
Jean-Baptiste, Emma og Justine útbjuggu kaffimeðlæti frá sínum svæðum í Norður-Frakklandi. Hann er frá Bretange og þær Emma og Justine frá Flandre
Gâteau breton
500 g hveiti
250 g sykur
250 g saltað smjör, lint
5 eggjarauður
1 tsk vanillusykur
Hrærið saman smjör, sykur og eggjarauður. Bætið við hveiti og vanillusykri.
Látið deigið í kringlóttu formi, 20-25 cm og penslið yfir með mjólk.
Búið til munstur með því að draga gaffal eftir deiginu
Bakið í 35 mín. við 180°C.
Þessi uppskrift er mjög auðveld og afar vinsæl á Bretagne í Frakklandi
Tarte tatin
Karamella: sjóðið saman í potti 100g af smjöri og 100g af sykri þangað til fer að brúnast
Hellið karamellunni í botninn á pæfrormi
Flysjið epli og kjarnhreinsið og skerið í tvennt. Lettið þau í formið með sárið niður (skorna hlutann)
Stráið yfir kanil og vanillusykri. Setjið yfir bökudeig. Bakið við 180°C í 10 mín
Takið úr ofninum og hvolfið á tertudisk
Tarte tatin
Dans une poêle, faire chauffer 100g de beurre et 100g de sucre pour former un caramel. Puis, mettre le tout dans un plat à tarte. Placer dessus des pommes coupées en deux, sans le trognon, pour former une couronne avec une pomme au centre. Saupoudrer de cannelle et de sucre vanillé. Poser ensuite par dessus la pâte feuilletée et mettre le tout au four à 180°C pour 1h10. Une fois que c’est prêt, retourner le gâteau afin d’avoir les pommes face à vous.
La tarte tatin est un gâteau traditionnel du Nord de la France, on la consomme généralement tiède, elle est parfaite pour le goûter !
Gâteau breton :
Pour 6 personnes, il vous faut :
– 500g de farine
– 250g de sucre
– 250g de beurre demi-sel
– 5 jaunes d’œuf
– 7,5g de sucre vanillé
Mettre dans un saladier le beurre, le sucre et les jaunes.
Bien malaxer à la main.
Mettre rapidement la farine tout en continuant à malaxer la pâte.
Beurrer un moule de 20-25 centimètres de diamètre.
Faire une boule, l’aplatir dans le moule.
Verser un peu de lait pour colorer, strier la surface à l’aide d’une fourchette.
Mettre le tout au four pour 35 minutes à 180°C mais surveiller la cuisson.
Le gâteau breton est simple à réaliser et on trouve ses ingredients dans toutes les cuisines, c’est la recette idéale pour un gâteau rapide mais succulent !
.
– #sumarferðalag8/15 — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — FRANSKIR SJÓMENN – GRAVELINES —
— ÞRÍR FRAKKAR Á FÁSKRÚÐSFIRÐI —
.