Þreföld skírn og óvænt gifting

Eiríkur Orri og Kristin með tvíburana Höskuld og Marinó við Kolfreyjustaðarkirkju skírn kolfreyjustaður
Eiríkur Orri og Kristin nýgift með tvíburana Höskuld og Marinó

Þreföld skírn og óvænt gifting

Erindi okkar til Fáskrúðsfjarðar var að fara í þrefalda skírn á Fáskrúðsfirði þar sem systursynir mínir Ármann og Orri gáfu þar drengjum sínum nöfn. Sonur Ármanns heitir Einar Jarl og tvíburar Orra Höskuldur og Marinó. Þegar Jóna Kristín var búin að skíra drengina í Kolfreyjustaðarkirkju settist Bergþór við orgelið og hóf að spila brúðarmarsinn. Öllum að óvörum giftu Orri og Kristin sig. Þrefalda skírnarveislan breyttist í skírnar- og giftingarveislu. Meðal veitinga voru marengstertur, perutertur, heitir ofnréttir, skírnartertur og snúðakaka.

#sumarferðalag7/15 — KOLFREYJUSTAÐURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURGIFTINGSKÍRN

.

Jóna Kristín gefur Kristinu og Orra saman í Kolfreyjustaðarkirkju.
Sirrý, Ármann með Einar Jarl, Elín Lilja og Andri Björn
Hluti af kaffimeðlætinu
Ljóð sem Páll Bergþórsson orti og flutt var við skírnina

.

#sumarferðalag7/15 — KOLFREYJUSTAÐURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURGIFTINGSKÍRN

— ÞREFÖLD SKÍRN OG ÓVÆNT GIFTING —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.