Þreföld skírn og óvænt gifting

Eiríkur Orri og Kristin með tvíburana Höskuld og Marinó við Kolfreyjustaðarkirkju skírn kolfreyjustaður
Eiríkur Orri og Kristin nýgift með tvíburana Höskuld og Marinó

Þreföld skírn og óvænt gifting

Erindi okkar til Fáskrúðsfjarðar var að fara í þrefalda skírn á Fáskrúðsfirði þar sem systursynir mínir Ármann og Orri gáfu þar drengjum sínum nöfn. Sonur Ármanns heitir Einar Jarl og tvíburar Orra Höskuldur og Marinó. Þegar Jóna Kristín var búin að skíra drengina í Kolfreyjustaðarkirkju settist Bergþór við orgelið og hóf að spila brúðarmarsinn. Öllum að óvörum giftu Orri og Kristin sig. Þrefalda skírnarveislan breyttist í skírnar- og giftingarveislu. Meðal veitinga voru marengstertur, perutertur, heitir ofnréttir, skírnartertur og snúðakaka.

#sumarferðalag7/15 — KOLFREYJUSTAÐURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURGIFTINGSKÍRN

.

Jóna Kristín gefur Kristinu og Orra saman í Kolfreyjustaðarkirkju.
Sirrý, Ármann með Einar Jarl, Elín Lilja og Andri Björn
Hluti af kaffimeðlætinu
Ljóð sem Páll Bergþórsson orti og flutt var við skírnina

.

#sumarferðalag7/15 — KOLFREYJUSTAÐURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURGIFTINGSKÍRN

— ÞREFÖLD SKÍRN OG ÓVÆNT GIFTING —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rúllutertu- og frómasgóðgæti

Rúllutertu- og frómasgóðgæti. Ó hvað mér þótti svona nokkuð gott í æsku. Rúlluterta skorin í sneiðar og sett í skál eða í kökuform. Síðan var frómas hellt í og kælt. Að því búnu var herlegheitunum hvolft á disk og borið þannig fram.

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil. Grasker eru vanmetin, þau eru bæði holl, góð og falleg. Fann acorn grasker í Gló í Fákafeni, eftir að hafa fræhreinað það tók ég það mesta utan af, síðan var það kryddað og bakað og sætur ilmurinn minnti helst á snúðakökubakstur. Ef þið finnið ekki acorn grasker þá má notast við venjulegt grasker.