Auglýsing
Eiríkur Orri og Kristin með tvíburana Höskuld og Marinó við Kolfreyjustaðarkirkju skírn kolfreyjustaður
Eiríkur Orri og Kristin nýgift með tvíburana Höskuld og Marinó

Þreföld skírn og óvænt gifting

Erindi okkar til Fáskrúðsfjarðar var að fara í þrefalda skírn á Fáskrúðsfirði þar sem systursynir mínir Ármann og Orri gáfu þar drengjum sínum nöfn. Sonur Ármanns heitir Einar Jarl og tvíburar Orra Höskuldur og Marinó. Þegar Jóna Kristín var búin að skíra drengina í Kolfreyjustaðarkirkju settist Bergþór við orgelið og hóf að spila brúðarmarsinn. Öllum að óvörum giftu Orri og Kristin sig. Þrefalda skírnarveislan breyttist í skírnar- og giftingarveislu. Meðal veitinga voru marengstertur, perutertur, heitir ofnréttir, skírnartertur og snúðakaka.

#sumarferðalag7/15 — KOLFREYJUSTAÐURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURGIFTINGSKÍRN

.

Jóna Kristín gefur Kristinu og Orra saman í Kolfreyjustaðarkirkju.
Sirrý, Ármann með Einar Jarl, Elín Lilja og Andri Björn
Hluti af kaffimeðlætinu
Ljóð sem Páll Bergþórsson orti og flutt var við skírnina

.

#sumarferðalag7/15 — KOLFREYJUSTAÐURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURGIFTINGSKÍRN

— ÞREFÖLD SKÍRN OG ÓVÆNT GIFTING —

.

Auglýsing