Greifagrilluð lúða með aspashvítvínsrjómasósu

Kartöflugratín, aspashvítnsrjómasósa, grillveisla grillað borðað úti fiskur grilluð lúða og kartöflusalat bjössi sveinbjörn grétarsson gunna guðrún hauksdóttir greifarnir greifi hauks kjalarnes húsavík kópasker
Bjössi, Albert, Bergþór og Guðrún

Greifagrilluð lúða með aspashvítvínsrjómasósu

Bjössi, sem oftast er kenndur við Greifana, er mjög liðtækur í eldhúsinu. Þegar mikið liggur við er hann allan daginn að preppa, eins og það heitir í nútímanum, kvöldmatinn. Bjössi, sem heitir fullu nafni Sveinbjörn Grétarsson, og kona hans Guðrún Hauksdóttir búa á Kjalarnesi en eru bæði af Norðausturlandi, hann frá Húsavík og hún frá Kópaskeri.

LÚÐAKARTÖFLURGREIFARNIRASPASHÚSAVÍKKÓPASKER

.

Kartöflugratín, aspashvítvínsrjómasósa, grilluð lúða og kartöflusalat

Grilluð lúða með sætkartöflugratíni, ferskum aspas í hvítvínsrjómasósu og köldu kartöflusalati:
Það tekur enga stund að grilla lúðuna svo við gerum það síðast.
Kalda kartöflusalatið má þess vegna gera daginn áður svo við byrjum á því.
Svo græjum við sætkartöflugratínið, næst aspasinn og sósuna sem verður úr honum og endum á grillinu með lúðuna.

Kalt kartöflusalat

Kalt kartöflusalat

5-6 stk meðalstórar kartöflur soðnar í potti með smá salti. Kældar.
Í skál fer eftirfarandi: Ólífuolía, ég nota ólífuolíu frá Sikiley sem fæst í Frú Laugu.
Ólífur, grænar og svartar en notið bara þær sem ykkur þykir bestar.
Við vorum með grænar (fylltar með papriku) og svartar ófylltar, ca10 til 12 stk. af hvorum lit.
Einn rauðlaukur í strimlum.
Sólþurrkarðir tómatar skornir í strimla, magn eftir smekk.
Fetaostur, tegund eftir smekk og fínt að láta smá olíu af honum fylgja með.
Steikt beikonkurl.
Ferskt dill.
Ætlaði að setja pistasíuhnetur með en miðsonurinn át þær kvöldið áður.
Hann vissi ekki að pabbinn væri með matarboð daginn eftir og ég hefði gert það sama. Elska pistasíu hnetur.
Kartöflurnar flysjaðar og svo kreistar með fingrunum í sundur ofan í skálina.
Öllu blandað vel saman með fingrunum.

Nú er ágætt að byrja að kynda grillið; fer að vísu eftir grillum en mér fynnst gott að láta það sjóðhitna og brenna vel af sér áður en grillað er.

Sætkartöflugratín

Sætkartöflugratín

2-3 sætar karföflur skornar í þunnar sneiðar.
Ég vel ílangar kartöflur, sker þær eftir endilöngu fyrst og svo í þunnar sneiðar.
4-5 perlulaukar skornir í strimla.
Þetta sett í skál, ólífuolía yfir, maldon salt og smá pipar og mixað varlega saman í höndunum.

Panna hituð og hvítlaukur steiktur upp úr smjöri.
Kurlað beikon sett út á pönnuna og steikt ásamt hvítlauk. Svo reif ég niður u.þ.b. 1 piparost og helmingur af rjómanum settur út á.
Það fer í þetta u.þ.b. 1 ferna (500 ml) af rjóma.
Kartöflur og perlulaukur settur í eldfast mót. Gott er að hafa það vel stórt svo þetta verði ekki of þykkt og síðan er öllu af pönnunni hellt yfir.
Einum poka af rifnum gratínosti stráð yfir. Sett í ofn á 180° þar til osturinn er vel bráðnaður og gullinn.
Gott að miða við 25 til 30 mínútur. Ef lúðan og allt er ekki tilbúið er bara fínt að slökkva á ofninum og láta þetta bíða þar.

Nú, þegar gratínið er komið í ofninn passar akkúrat að fara í aspasinn.
Þessi aspas og sósan sem verður til í kring um hann er að mínu mati lykillinn að góðum grilluðum fiskrétti. Sáraeinfalt og fljótlegt.

Aspas í hvítvínsrjómasósu

Aspas í hvítvínsrjómasósu

3 hvítlauksrif, söxuð niður.
Stór panna hituð, væn smjörklípa eða sneið sett á pönnuna.
Þegar þetta er orðið vel heitt er hvítlaukur settur á og hann aðeins látinn steikjast áður en ferski aspasinn er settur á pönnuna.
Í dag var ég með 1 pakningu af aspas úr Krónunni sem er með 10 stilkum. Mætti alveg vera meira.
Muna að skera vel af endunum í burtu eða brjóta þá af.
Steikja þetta í örstutta stund, salta og pipra eftir smekk og setja svo væna gusu af hvítvíni út á pönnuna.
Sjóða það aðeins niður og setja svo vel af rjóma út á pönnuna, c.a. 200 til 250 ml.
Lækka hitann og leyfa þessu að þykkna í rólegheitum á meðan lúðan er grilluð.

Grilluð lúða

Grilluð lúða

Þegar ég grilla fisk nota ég frábæra grillmottu á grillið sem ekkert festist við og kemur í veg fyrir að eitthvað falli á milli rimla.
Þessa mottu fékk ég í versluninni esjugrund.is
Úrbeinaða lúðu fékk ég í fiskversluninni Hafberg, sem ég mæli heilshugar með, frábær þjónusta og frábært hráefni.
Bitarnir kryddaðir með salti, svörtum pipar og svo Lime Pepper frá Santa Maria (uppáhalds fiskikryddið mitt).
Ef ég hefði ekki mottuna myndi ég setja bitana á grillið með roðið niður, lækka hitann og setja smá íslenskt smjör ofan á og loka grillinu.
En þegar ég er með mottuna set ég bitana fyrst með roðið upp í 2 mínútur, lækka hitann og sný þeim svo við og set roðið niður.
Set smjörklípu upp á alla bitana, loka grillinu og læt smörið bráðna ofan í fiskinn. Það tekur 4-5 mínútur.
Bara passa að elda fiskinn ekki of mikið.

Svo er bara að skella lúðunni á fallegt fat. Sætkartöflugratínið ætti að vera tilbúið, líka apspasinn og sósan undir honum.
Setja aspasinn á fallegt fat með sósunni og þá er þetta klárt.

Með þessu er svo afskaplega gott að sötra gott hvítvín, sérstaklega ef sólin skín, t.d. Cloudy Bay, Sauvignon Blanc frá New Zealand.

Albert og Bjössi við grillið
Grilluð lúða með sætkartöflugratíni, aspas og kartöflusalati

LÚÐAKARTÖFLURGREIFARNIRASPASHÚSAVÍK

GREIFAGRILLUÐ LÚÐA

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.