Auglýsing
avókadó
Lárperur

Lárperur eru bæði hollar og góðar. Sjálfum finnst mér ágætt að kaupa harðar lárperur og nota þær svo eftir því sem þær þroskast.

Það er ekki vandalaust að taka steininn úr lárperu. Samkvæmt fréttum eru slys við það nokkuð algeng. Í Bretlandi vilja læknar vara við hættunni sem fylgir því að taka steininn úr með miðum á umbúðunum. Algengasta aðferðin er að skera lárperuna í tvennt, inn að steini, og snúa hana síðan í sundur. Eftir það er helmingurinn sem steinninn er í lagður í lófann og beittum hnífi hoggið þéttingsfast í steinninn þannig að hann sitji fastur. Eftir það er auðvelt að losa steininn.

Til eru sérstakir lárperuhnífar og myndbönd á netinu sem sýna hvernig gott er að bera sig að.

AVÓKADÓ

Lárperur eru bæði hollar og góðar

🥑

— LÁRPERUR GETA VERIÐ HÆTTULEGAR —

🥑

Auglýsing