Ómótstæðileg kókosbollusæla

Ómótstæðileg kókosbollusæla KÓKOSBOLLUR völu makkarónur sítrónusmjör lemon curd nóakropp vinber jarðarber sukkterta
Ómótstæðileg kókosbollusæla

Ómótstæðileg kókosbollusæla

Auðvitað má nota hvaða ávexti sem er saman við rjómann. Eina ástæðan fyrir því að ég valdi jarðarber, hindber, mangó og vínber eru fallegir litir. Yfir fór fagurgult heimagert Sítrónusmjör. Ef þið eigið ykkur uppáhalds súkkulaði má gjarnan bæta því við. Kjörið kaffimeðlæti eða eftirréttur.

.

KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIR — MAKKARÓNURMARENGSSÍTRÓNUSMJÖR

.

Ómótstæðileg kókosbollusæla

ca 12-14 makkarónukökur

1 dl sérrý

1/3 tsk salt

1/4 l rjómi

4 kókosbollur

1/2 marengsbotn, brotinn gróft

1 mangó, skorið í bita

1 pera, skorin í bita

1 msk sítrónusafi

1 ds fersk jarðarber

1 b vínber

2-3 msk sítrónusmjör

1/2 b Nóa kropp

Brjótið makkarónur í tvennt, raðið í botninn á formi. Hellið sérrýinu yfir og stráið salti þar yfir. Stífþeyrið rjómann, bætið saman við kókosbollum, ávöxtum og sítrónusafa. Blandið saman við með sleif. Setjið yfir makkarónukökurnar. Dreifið úr sítrónusmjörinu yfir.

Skreytið með vínberjum og Nóa kroppi. Látið standa í 2-3 klst áður en hún er borin á borð.

🇮🇸

KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIR — MAKKARÓNURMARENGSSÍTRÓNUSMJÖR

— ÓMÓTSTÆÐILEG KÓKOSBOLLUSÆLA —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberja- og limeterta – dásemdar hráterta

Jarðarberja- og limeterta

Jarðarberja- og limeterta. Við erum fæst vön grænum fyllingum í tertum, en látum þetta ekki trufla okkur og höfum í huga að allt er það vænt sem vel er grænt. Enn ein dásemdar hrátertan og eins og áður hefur komið hér fram eru þær hver annarri betri. Gott er að útbúa hrátertur með sólarhringsfyrirvara og geyma í ísskáp.

Volcano Crepes í Lækjargötu

Volcano Crepes í Lækjargötu. Í Mæðragarðinum við Lækjargötu í Reykjavík er hægt að fá ekta franskar crepes. Þær eru mjööööög góðar. Smelltu HÉR til að sjá myndbandið

Sælgætisterta Carolu – svakalega góð

Sælgætisterta Carolu. Það má vel nota hinar ýmsu pakkakökur, sem fást í búðum, sem grunn að einhverju öðru og enn betra. Hér er gott dæmi um það, sannkölluð sælgætisterta sem ég hámaði í mig af mestu áfergju. Leiðir okkar Carolu lágu fyrst saman þegar við af miklum móð máluðum á postulín fyrir allmörgum árum. Síðan þá hef ég oft fengið hjá henni hið besta kaffimeðlæti og aðrar veitingar.

Döðluhjónabandssæla

Döðluhjónabandssæla

Döðluhjónabandssæla. Bjarney Ingibjörg á Ísafirði bauð í morgunkaffi og þar var meðal annars þessi undurgóða döðluhjónabandssæla: „Það var yndislegt að fá ykkur í heimsókn, gott að hlæja og fá verk í magann."