Ómótstæðileg kókosbollusæla

Ómótstæðileg kókosbollusæla KÓKOSBOLLUR völu makkarónur sítrónusmjör lemon curd nóakropp vinber jarðarber sukkterta
Ómótstæðileg kókosbollusæla

Ómótstæðileg kókosbollusæla

Auðvitað má nota hvaða ávexti sem er saman við rjómann. Eina ástæðan fyrir því að ég valdi jarðarber, hindber, mangó og vínber eru fallegir litir. Yfir fór fagurgult heimagert Sítrónusmjör. Ef þið eigið ykkur uppáhalds súkkulaði má gjarnan bæta því við. Kjörið kaffimeðlæti eða eftirréttur.

.

KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIR — MAKKARÓNURMARENGSSÍTRÓNUSMJÖR

.

Ómótstæðileg kókosbollusæla

ca 12-14 makkarónukökur

1 dl sérrý

1/3 tsk salt

1/4 l rjómi

4 kókosbollur

1/2 marengsbotn, brotinn gróft

1 mangó, skorið í bita

1 pera, skorin í bita

1 msk sítrónusafi

1 ds fersk jarðarber

1 b vínber

2-3 msk sítrónusmjör

1/2 b Nóa kropp

Brjótið makkarónur í tvennt, raðið í botninn á formi. Hellið sérrýinu yfir og stráið salti þar yfir. Stífþeyrið rjómann, bætið saman við kókosbollum, ávöxtum og sítrónusafa. Blandið saman við með sleif. Setjið yfir makkarónukökurnar. Dreifið úr sítrónusmjörinu yfir.

Skreytið með vínberjum og Nóa kroppi. Látið standa í 2-3 klst áður en hún er borin á borð.

🇮🇸

KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIR — MAKKARÓNURMARENGSSÍTRÓNUSMJÖR

— ÓMÓTSTÆÐILEG KÓKOSBOLLUSÆLA —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum. Það er talað um belg, stilk og fót á glösum á fæti. Þegar haldið er á rauðvíns- eða hvítvínsglasi er haldið um stilkinn. Ástæðan er sú að með því að halda um belginn kámum við glasið með húðfitu og hitum vínið.  Meira um hvernig haldið er á léttvínsglösum HÉR Fólk sem endar ræður sínar á því að skála, biður gesti að lyfta glösum, síðan dreypa allir á og lyfta aftur (samt ekki of hátt). Þetta á líka við um þann sem stendur fyrir skáluninni - hann dreypir líka á. Meira um skálun HÉR