Karrýfiskur undir kókos- og kornþaki

karrýkíkosfiskur Karrýfiskur undir kókos- og kornþaki karrí karrý fiskur í ofni kókosmjöl haframjöl bakaður fiskur
Karrýfiskur undir kókos- og kornþaki

Karrýfiskur undir kókos- og kornþaki

Afar einfaldur og klassískur karrýfiskur. Karrý er blanda nokkurra krydda og því engar tvær karrýtegundir eins. Það virkar kannski mikið að nota tvær matskeiðar af karrýi en magnið fer eftir styrkleika þess.

.

 FISKUPPSKRIFTIR — FISKUR Í OFNI

.

Karrýfiskur undir kókos- og kornþaki

5-700 g þorskur
1 ½ dl góð olía
2/3 b gróft kókosmjöl
1 b gróft haframjöl
1-2 msk karrý
salt og pipar

Setjið fiskinn í eldfast form. Blandið saman olíu, kókosmjöli, haframjöli, salti, pipar og karrýi og setjið yfir fiskinn og eldið í heitum ofni í um 20 mín.

.

— KARRÝFISKUR UNDIR KÓKOS- OG KORNÞAKI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa. Það er kjörið að setja allt í pottinn, láta suðuna koma upp og slökkva undir.  Síðan er ágætt að pakka pottinum vel inn í handklæði, svuntur, þurrkustykki og annað sem er við höndina. Þannig helst hitinn og súpan síður á meðan þið farið t.d. út að hlaupa eða hjóla. Hitinn helst alveg í nokkra klukkutíma með þessu móti.

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu. Verð nú bara að fá að deila því með ykkur að ég fékk senda þessa dásamlegu matarmiklu körfu frá Búrinu. Þara er stórt stykki af Gráðaosti, Sandeman portvín (það má víst ekki segja Púrtvín lengur), einhverri dásamlegri fíkju, hnetukexi og ég veit bara ekki hvað og hvað. Það er bara fátt sem gleður mig meira þessa dagana. Gráðosturinn fær sparimeðferð og dekur hjá Búrverjum. Þar er nostrað við hann skrúbbaður vel og settur í Sandemans Portvínsbað í 3-4 vikur. Eftir þann tíma verður osturinn gullfallegur og vínrauður og öll sætan úr víninu fer djúpt inni ostinn... algjör dásemd með hægbakaðri fíkjukúlu frá Calabría 🙂

Portúgalskt matarboð

Portúgalskt matarboð. Í Lissabon vorum við á hóteli með foreldrum Ara Eurovisionfara og vinum þeirra. Hóurinn small saman frá fyrstu mínútu og við vorum svo að segja allan sólarhringinn saman og skemmtum okkur út í eitt. Það var létt yfir öllum og mikið hlegið enda kölluðum við borgina Flissabon. Við hittumst svo og borðuðum saman á dögunum, Pálínuboð sem eru alltaf svo ágæt.