Auglýsing
karrýkíkosfiskur Karrýfiskur undir kókos- og kornþaki karrí karrý fiskur í ofni kókosmjöl haframjöl bakaður fiskur
Karrýfiskur undir kókos- og kornþaki

Karrýfiskur undir kókos- og kornþaki

Afar einfaldur og klassískur karrýfiskur. Karrý er blanda nokkurra krydda og því engar tvær karrýtegundir eins. Það virkar kannski mikið að nota tvær matskeiðar af karrýi en magnið fer eftir styrkleika þess.

.

 FISKUPPSKRIFTIR — FISKUR Í OFNI

.

Karrýfiskur undir kókos- og kornþaki

5-700 g þorskur
1 ½ dl góð olía
2/3 b gróft kókosmjöl
1 b gróft haframjöl
1-2 msk karrý
salt og pipar

Setjið fiskinn í eldfast form. Blandið saman olíu, kókosmjöli, haframjöli, salti, pipar og karrýi og setjið yfir fiskinn og eldið í heitum ofni í um 20 mín.

.

— KARRÝFISKUR UNDIR KÓKOS- OG KORNÞAKI —

.

Auglýsing