Blálanga með sveppasósu

Blálanga með sveppasósu, bakaðir tómatar, kartöflur og aspas þorgrímsstaðir breiðdal breiðdalur jón b stefánsson guðrún sveinsdóttir silfurberg
Blálanga með sveppasósu, bakaðir tómatar, kartöflur og aspas

Heiðurshjónin Jón og Guðrún á Þorgrímsstöðum voru með steikta blálöngu í matinn þegar okkur bar að garði í Breiðdalnum.

Í sveppasósunni var skarlottlaukur, sveppir, hvítlaukur, grænmetisteningur, rjómi, piparostur, mjólkursletta, cayenna pipar, og koníkssletta. Grænmetið var fyrst saxað og steikt í ólífuolíu og smjöri áður en hitt fór saman við.
Blálangan var sett í form og yfir var stráð vel af sítrónupipar. Síðan var sósunni hellt yfir blálönguna og eldað í ofni. Með voru nýuppteknar kartöflur, bakaðir litlir tómatar og ofnbakaður aspas.

 FISKUPPSKRIFTIR FISKUR Í OFNIBREIÐDALUR

— BLÁLANGA MEÐ SVEPPASÓSU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Palak sósa með tófú

indland

Palak sósa með tófú. Palak paneer er indverskur eða pakistanskur réttur úr spínati í þykkri kryddsósu. Ost í sósuna, „paneer“, fáum við ekki hér, svo að við notumst við sýrðan rjóma, en þar sem við staðfærum réttinn er ekki verra að bragðbæta einnig með rjóma.

Matur og fjölbreytt áhrif hans

Matur og fjölbreytt áhrif hans. Fátt er skemmtilegra en borða góðan mat með góðu fólki, það er líka gaman að tala um mat og áhrif hans á líkamann. Við Elísabet Reynisdóttir, Beta Reynis næringarfræðingur, fórum til Sigurlaugar M. Jónasdóttur í viðtal og sögðum þar sögu okkar. Frá því í haust höfum við hist reglulega. Fyrst byrjaði ég á því að skrifa matardagbók, síðan tóku við ýmsar skemmtilegar „tilraunir" til að sjá hvernig ég mundi bregðast við og hver upplifunin væri. Allt þetta of fjölmargt annað í þættinum Segðu mér á Rás 1. Hlusta má á þáttinn hér.