
Matur og minningar
Á jólunum vilja margir hafa allt í föstum skorðum. Ef gera á breytingar á matnum um hátíðarnar, er því gott að kynna slíkt fyrir heimilismeðlimum með góðum fyrirvara, svo að allir verði sáttir. Á mínu æskuheimili stakk mamma einu sinni upp á því, rétt fyrir jól, að hafa hangikjötið á öðrum degi jóla, en ekki í hádeginu á jóladag, eins og við vorum alin upp við. Þá urðum við systkinin ansi langleit og úr varð að hangikjötið var snætt í hádeginu á jóladag, eins og við vorum vön.
— JÓLIN — HANGIKJÖT — HEFÐIR — MINNINGAR —
.
Á jólum, eins og á öðrum tímum, erum við að skapa minningar fyrir næstu kynslóðir. Það er gott að minna sig á það og einnig að engum á að þurfa að líða illa á jólum eða öðrum tíma. Hlúum að okkur sjálfum yfir þessa dimmu mánuði og látum fólk í kringum okkur ekki afskiptalaust. Jólin eru dásamlega afslappandi og endurnærandi tími, sama á hvaða degi hangikjötið er snætt eða hvort það er yfirhöfuð snætt á jólum.

— JÓLIN — HANGIKJÖT — HEFÐIR — MINNINGAR —
.