Þakklætissamverustund í Bergi á Dalvík

Guðný Sigríður Ólafsdóttir Sigríður Jósepsdóttir, Haukur Gunnarsson formaður Björgunarsveitarinnar á Dalvík, Hera Margrét Guðmundsdóttir og Lára Bettý Harðardóttir Jón Arnar Sverrisson, Oddný Þórunn Sæmundsdóttir, Anna Traustadóttir, Helga Maren Birgisdóttir, Írís Hauksdóttir, Sigríður Inga Ingimarsdóttir, Sylvía Sigurðardóttir, Arnar Símonarson, Jóhanna Skaftadóttir og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir
Undirbúningshópurinn: Sigríður Jósepsdóttir, Jón Arnar Sverrisson, Oddný Þórunn Sæmundsdóttir, Anna Traustadóttir, Helga Maren Birgisdóttir, Írís Hauksdóttir, Sigríður Inga Ingimarsdóttir, Sylvía Sigurðardóttir, Arnar Símonarson, Jóhanna Skaftadóttir og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir

Dalvíkingar hafa sýnt okkur að þeir hugsa stórt og standa saman sem einn maður. Í Menningarhúsinu Bergi komu íbúar á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu viðbragðsaðila sem unnu gríðarlega gott og óeigingjarnt starf við hættulegar og erfiðar aðstæður í ofsaveðrinu á dögunum.

Haukur Gunnarsson formaður Björgunarsveitarinnar á Dalvík, Hera Margrét Guðmundsdóttir og Lára Bettý Harðardóttir

Þakklætisstundin í Bergi var sérstaklega hugsuð til að sýna virðingu í verki og koma á framfæri þakklæti til björgunarfólks, vinnuhópa og allra þeirra fjölmörgu sem komu að.
Heimamenn komu með veitingarnar á gríðarstórt hlaðborð. Eins og sjá má á myndunum var þar hvergi skorið við nögl. Dalvíkingar eiga svo sannarlega skilið hrós fyrir þetta fyrirmyndarframtak

DALVÍKKAFFIVEISLA

Veislugestir í Bergi

Myndirnar tók Guðný Sigríður Ólafsdóttir

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.