Matur og minningar

Jólin eru dásamlega afslappandi og endurnærandi tími matur og minningar jólin jólaminningar
Jólin eru dásamlega afslappandi og endurnærandi tími

Matur og minningar

Á jólunum vilja margir hafa allt í föstum skorðum. Ef gera á breytingar á matnum um hátíðarnar, er því gott að kynna slíkt fyrir heimilismeðlimum með góðum fyrirvara, svo að allir verði sáttir. Á mínu æskuheimili stakk mamma einu sinni upp á því, rétt fyrir jól, að hafa hangikjötið á öðrum degi jóla, en ekki í hádeginu á jóladag, eins og við vorum alin upp við. Þá urðum við systkinin ansi langleit og úr varð að hangikjötið var snætt í hádeginu á jóladag, eins og við vorum vön.

JÓLINHANGIKJÖTHEFÐIRMINNINGAR

.

Á jólum, eins og á öðrum tímum, erum við að skapa minningar fyrir næstu kynslóðir. Það er gott að minna sig á það og einnig að engum á að þurfa að líða illa á jólum eða öðrum tíma. Hlúum að okkur sjálfum yfir þessa dimmu mánuði og látum fólk í kringum okkur ekki afskiptalaust. Jólin eru dásamlega afslappandi og endurnærandi tími, sama á hvaða degi hangikjötið er snætt eða hvort það er yfirhöfuð snætt á jólum.

Hlúum að okkur sjálfum yfir þessa dimmu mánuði og látum fólk í kringum okkur ekki afskiptalaust

JÓLINHANGIKJÖTHEFÐIRMINNINGAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.