Matur og minningar

Jólin eru dásamlega afslappandi og endurnærandi tími matur og minningar jólin jólaminningar
Jólin eru dásamlega afslappandi og endurnærandi tími

Matur og minningar

Á jólunum vilja margir hafa allt í föstum skorðum. Ef gera á breytingar á matnum um hátíðarnar, er því gott að kynna slíkt fyrir heimilismeðlimum með góðum fyrirvara, svo að allir verði sáttir. Á mínu æskuheimili stakk mamma einu sinni upp á því, rétt fyrir jól, að hafa hangikjötið á öðrum degi jóla, en ekki í hádeginu á jóladag, eins og við vorum alin upp við. Þá urðum við systkinin ansi langleit og úr varð að hangikjötið var snætt í hádeginu á jóladag, eins og við vorum vön.

JÓLINHANGIKJÖTHEFÐIRMINNINGAR

.

Á jólum, eins og á öðrum tímum, erum við að skapa minningar fyrir næstu kynslóðir. Það er gott að minna sig á það og einnig að engum á að þurfa að líða illa á jólum eða öðrum tíma. Hlúum að okkur sjálfum yfir þessa dimmu mánuði og látum fólk í kringum okkur ekki afskiptalaust. Jólin eru dásamlega afslappandi og endurnærandi tími, sama á hvaða degi hangikjötið er snætt eða hvort það er yfirhöfuð snætt á jólum.

Hlúum að okkur sjálfum yfir þessa dimmu mánuði og látum fólk í kringum okkur ekki afskiptalaust

JÓLINHANGIKJÖTHEFÐIRMINNINGAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kartöfluvínarbrauð – gamla góða uppskriftin stendur alltaf fyrir sínu

Kartöfluvínarbrauð. Ef þið eigið afganga af kartöflum er alveg upplagt að baka úr þeim vínarbrauð. Nú ef þið eigið ekki afganga þá má bara sjóða nokkrar kartöflur og baka úr þeim vínarbrauð :)  Það er ágætt að hafa í huga að deigið getur klestst og því ágætt að hnoða upp í það meira hveiti - þarf svolítið að meta. Þó flestir séu vanir rabarbarasultu á kartöfluvínarbrauðið má vel breyta til og annað hvort blanda annarri sultu saman við eða eins og er á meðfylgjandi mynd - nota bláberjasultu.