Kakósúpa mömmu

Kakósúpa mömmu með tvíbökum tvíbökur súpa kakó Hulda Steinsdóttir Brimnes Fáskrúðsfjörður
Kakósúpa með tvíbökum

Kakósúpa

Í viðtali í útvarpinu á dögunum sagði hússtjórnarkennari frá því að öll börn elskuðu kakósúpur. Þá rifjaðist upp fyrir mér að kakósúpa var í miklu uppáhaldi í mínu ungdæmi – ásamt fjölmörgu öðru. Svo ég hringdi í mömmu og fékk uppskriftina og viti menn súpan er enn afar ljúffeng.

— VIÐ MATREIÐUMKAKÓSÚPURMÖMMUUPPSKRIFTIR

.

Kakósúpa með tvíbökum

Kakósúpa mömmu

2 l mjólk
75 g kakó (um 2 dl)
50 g sykur (2/3 dl)
salt
25 g kartöflumjöl (ca 2 msk) + kalt vatn
Setjið mjólk, kakó, sykur og salt í pott og látið suðuna koma upp. Leysið kartöflumjöl upp í köldu vatni og hellið saman við súpuna til að þykkja hana. Það er misjafnt hversu þykka fólk vill hafa kakósúpur, það er því ráð að hella ekki öllu kartöflumjölinu í einu út í.

Hér er uppskrift úr hinni ágætu bók Við matreiðum

VIÐ MATREIÐUMKAKÓSÚPURÍSLENSKTMÖMMUUPPSKRIFTIR

Kakósúpa
2 msk sykur
2 msk kakó
1 dl vatn
1/2 l mjólk
1 msk maísenamjöl eða
2 msk kartöflumjöl
1/2 dl kalt vatn
salt
vanilluropar

Hrærið sykur og kakó saman í potti, blandið vatni saman við og hitið að suðu. Hrærið mjólk saman við og hitið. Hrærið maísenamjöl út í köldu vatni og jafnið súpuna. Bragðbætið með salti og vanilludropum.

.

— VIÐ MATREIÐUMKAKÓSÚPURMÖMMUUPPSKRIFTIR

— KAKÓSÚPA MÖMMU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Saffran bláskel

Kræklingur

Saffran bláskel. Það myndast oft skemmtileg stemning í kræklingaveislum. Í veislu sem við vorum í var bláskelin borin fram með frönskum kartöflum (bátum) og alioli. Gott er að nota djúpa diska fyrir bláskelina. Þó þetta sé „fingramatur" þá er ágætt að leggja hníf og gaffal á borðið og skeið til að borða soðið með. Allra skemmtilegast er að borða bláskelina tómri skel sem er notðu eins og töng. Svo er gott að hafa lítinnn hliðardisk fyrir kartöflurnar og aliolið.

Pekanhnetudraumur Svanhvítar

 

 

 

Pekanhnetudraumur. Svanhvít Þórarinsdóttir kom með þessar fallegu og góðu smákökur í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar. Það var einhver notalega sæla sem fylgdi þessum smákökum og dómnefndarmenn höfðu á orði að gott væri að borða þær með góðum kaffisopa.