Grænn drykkur – búst – græna þruman

„Berum ábyrgð á eigin heilsu" heilsudrykkur Grænn drykkur - búst - græna þruman Steinselja, grænkál, gúrkur, engifer, döðlur, sellerý radísur og avókadó chiagrautur hafragrautur ristað brauð morgunmatur morgunverður
Steinselja, grænkál, gúrkur, engifer, döðlur, sellerý radísur og avókadó

Grænn drykkur – búst – græna þruman

Segja má að það sé þjóðráð að hafa morgunmatinn fjölbreyttan, með öðrum orðum að borða ekki alltaf það sama. Við erum mjög misjöfn og ólík og sumir vakna svangir og eru tilbúnir fyrir morgunmatinn á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt snemma dags. Flesta morgna byrja ég á því að fá mér tvö vatnsglös og svo góðan kaffibolla. Þar sem ég er ekkert svangur svona snemma dags finnst mér ástæðulaust að borða þá, í mínum huga eru það röng skilaboð til líkamans. Það kemur fyrir að komið sé fram undir hádegi þegar morgunverðurinn er snæddur.

.

BÚSTHEILSUDRYKKIR

.

Stundum er morgunmaturinn heimagert múslí, hafragrautur, chiagrautur eða ristað brauð. Ef það er eitthvað sem er oftar á boðstólnum á morgnanna en annað þá er það grænn drykkur – græn þruma. Satt best að segja held ég að það sé alltaf ný útgáfa. Þetta fer eftir því hvaða grænmeti er til. Sjálfum finnst mér ágætt að ofhlaða drykkinn ekki með ávöxtum, ég vil hafa hann basískan, mjög basískan. Eina reglan er að hafa vel af grænu grænmeti og góða olíu – olíur eru afar mikilvægar. Oftast notast ég við ólífuolíu, hörfræolíu eða hampolíu (sjaldnar: valhnetuolíu, MTC-olíu og graskersolíu). Já og svo eru oft nokkrar möndlur.

Hugsum um heilsuna, hún er verðmæt „Berum ábyrgð á eigin heilsu” er slagorð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins, gerum þau slagorð að okkar og byrjum núna strax.

Í morgun samanstóð bústið af þessu: Steinselja, grænkál, gúrkur, engifer, döðlur, sellerý, radísur og avókadó

Allt þetta fór í blandarann ásamt ca 2 msk af extra góðri ólífuolíu og ísköldu vatni.

„Berum ábyrgð á eigin heilsu”

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.