Grænn drykkur – búst – græna þruman

„Berum ábyrgð á eigin heilsu" heilsudrykkur Grænn drykkur - búst - græna þruman Steinselja, grænkál, gúrkur, engifer, döðlur, sellerý radísur og avókadó chiagrautur hafragrautur ristað brauð morgunmatur morgunverður
Steinselja, grænkál, gúrkur, engifer, döðlur, sellerý radísur og avókadó

Grænn drykkur – búst – græna þruman

Segja má að það sé þjóðráð að hafa morgunmatinn fjölbreyttan, með öðrum orðum að borða ekki alltaf það sama. Við erum mjög misjöfn og ólík og sumir vakna svangir og eru tilbúnir fyrir morgunmatinn á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt snemma dags. Flesta morgna byrja ég á því að fá mér tvö vatnsglös og svo góðan kaffibolla. Þar sem ég er ekkert svangur svona snemma dags finnst mér ástæðulaust að borða þá, í mínum huga eru það röng skilaboð til líkamans. Það kemur fyrir að komið sé fram undir hádegi þegar morgunverðurinn er snæddur.

.

BÚSTHEILSUDRYKKIR

.

Stundum er morgunmaturinn heimagert múslí, hafragrautur, chiagrautur eða ristað brauð. Ef það er eitthvað sem er oftar á boðstólnum á morgnanna en annað þá er það grænn drykkur – græn þruma. Satt best að segja held ég að það sé alltaf ný útgáfa. Þetta fer eftir því hvaða grænmeti er til. Sjálfum finnst mér ágætt að ofhlaða drykkinn ekki með ávöxtum, ég vil hafa hann basískan, mjög basískan. Eina reglan er að hafa vel af grænu grænmeti og góða olíu – olíur eru afar mikilvægar. Oftast notast ég við ólífuolíu, hörfræolíu eða hampolíu (sjaldnar: valhnetuolíu, MTC-olíu og graskersolíu). Já og svo eru oft nokkrar möndlur.

Hugsum um heilsuna, hún er verðmæt „Berum ábyrgð á eigin heilsu” er slagorð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins, gerum þau slagorð að okkar og byrjum núna strax.

Í morgun samanstóð bústið af þessu: Steinselja, grænkál, gúrkur, engifer, döðlur, sellerý, radísur og avókadó

Allt þetta fór í blandarann ásamt ca 2 msk af extra góðri ólífuolíu og ísköldu vatni.

„Berum ábyrgð á eigin heilsu”

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pönnusteiktur silungur með möndluflögum

Pönnusteiktur silungur með möndluflögum. Í sumarvinnu minni hef ég vitjað reglulega um silunganet og matreitt nýveiddan silung daglega fyrir hótelgesti. Þessi aðferð fannst mér best og eiga mjög vel við silunginn. Stundum setti ég nokkrar rúsínur á pönnuna áður en ég bar herlegheitin fram.

Jamie’s Italian á Hótel Borg – stemning, saga, heimilislegt, notalegt, en töff

Jamie’s Italian á Hótel Borg - stemning, saga, heimilislegt, notalegt, en töff.

Þau sem hafa þrautreynt réttina í bókunum hans Jamie Oliver, þekkja höfundareinkennin strax, sítrónubörkur og stökk brauðmylsna er til dæmis einkennandi, en innblásturinn er frá Sikiley, þar sem Jamie dvaldi þar þegar hann var að undirbúa Jamie’s Italy bókina. En það er auðvitað öðruvísi að láta þjóna sér á svona yndislegum stað og í góðum höndum þjónustufólksins. Þau Andrew (frá Kaliforníu hefur verið hér í 15 mánuði og er ótrúlega duglegur að tala íslensku) og Sigrún voru eins og hugur okkar.

SaveSave

SaveSave

SaveSave