Auglýsing
Kakósúpa mömmu með tvíbökum tvíbökur súpa kakó Hulda Steinsdóttir Brimnes Fáskrúðsfjörður
Kakósúpa með tvíbökum

Kakósúpa. Í viðtali í útvarpinu á dögunum sagði hússtjórnarkennari frá því að öll börn elskuðu kakósúpur. Þá rifjaðist upp fyrir mér að kakósúpa var í miklu uppáhaldi í mínu ungdæmi – ásamt fjölmörgu öðru. Svo ég hringdi í mömmu og fékk uppskriftina og viti menn súpan er enn afar ljúffeng.

— VIÐ MATREIÐUMKAKÓSÚPUR

Kakósúpa með tvíbökum

Kakósúpa mömmu

2 l mjólk
75 g kakó (um 2 dl)
50 g sykur (2/3 dl)
salt
25 g kartöflumjöl (ca 2 msk) + kalt vatn
Setjið mjólk, kakó, sykur og salt í pott og látið suðuna koma upp. Leysið kartöflumjöl upp í köldu vatni og hellið saman við súpuna til að þykkja hana. Það er misjafnt hversu þykka fólk vill hafa kakósúpur, það er því ráð að hella ekki öllu kartöflumjölinu í einu út í.

Hér er uppskrift úr hinni ágætu bók Við matreiðum

VIÐ MATREIÐUMKAKÓSÚPURÍSLENSKT

Kakósúpa
2 msk sykur
2 msk kakó
1 dl vatn
1/2 l mjólk
1 msk maísenamjöl eða
2 msk kartöflumjöl
1/2 dl kalt vatn
salt
vanilluropar

Hrærið sykur og kakó saman í potti, blandið vatni saman við og hitið að suðu. Hrærið mjólk saman við og hitið. Hrærið maísenamjöl út í köldu vatni og jafnið súpuna. Bragðbætið með salti og vanilludropum.

.

— VIÐ MATREIÐUMKAKÓSÚPUR

— KAKÓSÚPA MÖMMU —

.

Auglýsing