Grænn drykkur – búst – græna þruman

„Berum ábyrgð á eigin heilsu" heilsudrykkur Grænn drykkur - búst - græna þruman Steinselja, grænkál, gúrkur, engifer, döðlur, sellerý radísur og avókadó chiagrautur hafragrautur ristað brauð morgunmatur morgunverður
Steinselja, grænkál, gúrkur, engifer, döðlur, sellerý radísur og avókadó

Grænn drykkur – búst – græna þruman

Segja má að það sé þjóðráð að hafa morgunmatinn fjölbreyttan, með öðrum orðum að borða ekki alltaf það sama. Við erum mjög misjöfn og ólík og sumir vakna svangir og eru tilbúnir fyrir morgunmatinn á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt snemma dags. Flesta morgna byrja ég á því að fá mér tvö vatnsglös og svo góðan kaffibolla. Þar sem ég er ekkert svangur svona snemma dags finnst mér ástæðulaust að borða þá, í mínum huga eru það röng skilaboð til líkamans. Það kemur fyrir að komið sé fram undir hádegi þegar morgunverðurinn er snæddur.

.

BÚSTHEILSUDRYKKIR

.

Stundum er morgunmaturinn heimagert múslí, hafragrautur, chiagrautur eða ristað brauð. Ef það er eitthvað sem er oftar á boðstólnum á morgnanna en annað þá er það grænn drykkur – græn þruma. Satt best að segja held ég að það sé alltaf ný útgáfa. Þetta fer eftir því hvaða grænmeti er til. Sjálfum finnst mér ágætt að ofhlaða drykkinn ekki með ávöxtum, ég vil hafa hann basískan, mjög basískan. Eina reglan er að hafa vel af grænu grænmeti og góða olíu – olíur eru afar mikilvægar. Oftast notast ég við ólífuolíu, hörfræolíu eða hampolíu (sjaldnar: valhnetuolíu, MTC-olíu og graskersolíu). Já og svo eru oft nokkrar möndlur.

Hugsum um heilsuna, hún er verðmæt „Berum ábyrgð á eigin heilsu” er slagorð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins, gerum þau slagorð að okkar og byrjum núna strax.

Í morgun samanstóð bústið af þessu: Steinselja, grænkál, gúrkur, engifer, döðlur, sellerý, radísur og avókadó

Allt þetta fór í blandarann ásamt ca 2 msk af extra góðri ólífuolíu og ísköldu vatni.

„Berum ábyrgð á eigin heilsu”

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur. Úrbeinið kjúklingalærin. Blandið saman í stórri skál mangó chutney, blaðlauk, hvítlauk, engifer, kóriander, spínati, gulrót, olíu, ediki, limesafa, salti og pipar. Bætið kjúklingalærunum saman við og blandið vel saman. Látið standa við stofuhita í 20-30 mín. Raðið lærunum í eldfast form og steikið í ofni við 175° í um 35-40 mín

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu. Heiðurshjónin Kristján og Guðrún Hulda, betur þekkt meðal vina sinna sem Krissi og Gúddý, héldu ægifína veislu á dögunum. Hún sá um forréttinn og eftirréttinn og hann sá um að grilla. Þau hjónin voru í Toskana á Ítalíu á síðasta ári og fóru í eftirminnilega vínsmökkunarferð, þar kipptu þau með sér borðvíninu sem drukkið var með herlegheitunum.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Gráfíkjukaka – unaðslega góð kaka

Gráfíkjukaka. Á stórfínu ættarmóti um helgina komu gestir með kaffimeðlæti, lögðu á borð og allir buðu öllum í kaffi. Stórsniðugt og auðvelt í framkvæmd, flestir komu með heimabakað, aðrir með sultur og osta og einhverjir komu við í bakaríi. Bergdís Ýr kom með unaðslega góða köku sem hún bakaði upp úr gamalli handskrifaðri uppskriftabók Birnu ömmu sinnar. Satt best að segja fór í þrjá eða fjóra áratugi aftur í tímann þegar ég bragðaði á fyrsta bitanum - en ég var með tertuást á Birnu.... (og mörgum fleiri konum).

Kaffimeðlæti í fermingarveisluna – hugmyndir

Fermingarveisla2015

Kaffimeðlæti í fermingarveisluna. Heimagerðar veitingar í fermingarveislum eru alltaf hlýlegar, þó að vissulega sé þægilegast að fá þær sendar heim. Aftur á móti er ekki gaman að taka á móti gestunum með sveittan skallann. Góð skipulagning er því höfuðatriði. Fyrst þarf að ákveða hvað á að bjóða upp á og vert að hafa í huga að fjöldi sorta er ekki sama og gæði. Hentugast og best er að hafa fáar, en góðar! Valið er því mikilvægt.