Kraftmikið kryddte – Chai te

Kraftmikið kryddte - heilsudrykkur hollustudrykkur Chai te engifer kanill kardimommur hunang negull TE hressandi drykkur
Kraftmikið kryddte, Chai te, er hressandi.

Kraftmikið kryddte – chai te

Þetta sérdeilis kraftmikið te sem gefur mikla orku. Upplagt ef fólk finnur fyrir slappleika eða að kvef er að taka sér bólfestu. Gott í skammdeginu – alveg gráupplagt

— MATUR LÆKNAR DRYKKIRHEILSUDRYKKIR

.

Kraftmikið kryddte – chai te

5–6 negulnaglar

6–8 heilar kardimommur

½–1 kanilstöng

4–6 svört piparkorn

4–6 sneiðar af ferskri engiferrót

smá múskat

1–2 tsk. svart te í lausu, t.d. Earl Grey

1 tsk. hunang

Kardimommur eru muldar í mortéli og settar í pott ásamt öðru kryddi og 1 bolla af vatni. Látið sjóða undir loki í 1 mín. Svörtu tei er bætt út í og látið sjóða stutta stund í viðbót. Síðan er 1 bolla af hrísmjólk bætt út í og suðan látin koma upp. Síað, hellt í könnu og hunangi bætt út í. Einnig má nota fjallagrös í staðinn fyrir svart te, en þá eru fjallagrösin sett út í með kryddinu strax í upphafi.

— KRAFTMIKIÐ KRYDDTE —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grænn drykkur – búst – græna þruman

Grænn drykkur - búst - græna þruman. Segja má að það sé þjóðráð að hafa morgunmatinn fjölbreyttan, með öðrum orðum að borða ekki alltaf það sama. Við erum mjög misjöfn og ólík og sumir vakna svangir og eru tilbúnir fyrir morgunmatinn á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt snemma dags. Flesta morgna byrja ég á því að fá mér tvö vatnsglös (annað ýmist með matarsóda eða sítrónu) og svo góðan kaffibolla. Þar sem ég er ekkert svangur svona snemma dags finnst mér ástæðulaust að borða þá, í mínum huga eru það röng skilaboð til líkamans. Það kemur fyrir að komið sé fram undir hádegi þegar morgunverðurinn er snæddur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur. Það eru nú kannski ekki margir eftirréttir sem innihalda rúgbrauð. Þessi á rætur sinar að rekja til Eystrasaltsríkjanna. Nema hvað, við Bergþór fengum áskorun að koma með eftirrétt á fjölskylduþorrablót og mörgum finnst rúgbrauð þjóðlegt.

SaveSave

SaveSave

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017. Nýlega fór fram hin árlega smákökusamkeppni Kornax. Fjölmargar dásamlega góðar smákökur kepptu og dómnefndinni var mikill vandi á höndum. Eftir að hafa fækkað niður í tuttugu voru þær smakkaðar aftur og gefin stig. Að því búnu voru stigin talin og hér er topp 4 listinn