Kraftmikið kryddte – Chai te

Kraftmikið kryddte - heilsudrykkur hollustudrykkur Chai te engifer kanill kardimommur hunang negull TE hressandi drykkur
Kraftmikið kryddte, Chai te, er hressandi.

Kraftmikið kryddte – chai te

Þetta sérdeilis kraftmikið te sem gefur mikla orku. Upplagt ef fólk finnur fyrir slappleika eða að kvef er að taka sér bólfestu. Gott í skammdeginu – alveg gráupplagt

— MATUR LÆKNAR DRYKKIRHEILSUDRYKKIR

.

Kraftmikið kryddte – chai te

5–6 negulnaglar

6–8 heilar kardimommur

½–1 kanilstöng

4–6 svört piparkorn

4–6 sneiðar af ferskri engiferrót

smá múskat

1–2 tsk. svart te í lausu, t.d. Earl Grey

1 tsk. hunang

Kardimommur eru muldar í mortéli og settar í pott ásamt öðru kryddi og 1 bolla af vatni. Látið sjóða undir loki í 1 mín. Svörtu tei er bætt út í og látið sjóða stutta stund í viðbót. Síðan er 1 bolla af hrísmjólk bætt út í og suðan látin koma upp. Síað, hellt í könnu og hunangi bætt út í. Einnig má nota fjallagrös í staðinn fyrir svart te, en þá eru fjallagrösin sett út í með kryddinu strax í upphafi.

— KRAFTMIKIÐ KRYDDTE —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ítalskt ævintýri á Apótekinu með innblæstri af íslensku landslagi, ljúffengur og frumlegur málsverður

Ítalskt ævintýri á Apótekinu með innblæstri af íslensku landslagi, ljúffengur og frumlegur málsverður. Apótekið hefur alltaf verið einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum, fyrsta flokks matur, þjónusta, staðsetning og ekki síst yndislegur viðarkolailmurinn af og til úr eldhúsinu, og úr verður andrúmsloft þar sem manni líður vel og vill helst dvelja lengi. Það var því spennandi að vita hvort ítalska ævintýrið stæði undir væntingum.

Möndlusmjör

Möndlusmjör

Möndlusmjör. Maður er nefndur Ásgeir Páll, það er einstaklega skemmtilegt að gefa honum að borða. á Fasbókinni sá ég að hann var að búa til möndlusmjör og bað um uppskriftina....

Appelsínumöndlukaka – yndisleg og ljúf kaka

appelsínumöndluterta

Appelsínumöndlukaka. Þessi ljúfa appelsínumöndlukaka er fljótleg og góð og dásamlegur ylmur fyllir húsið þegar hún er bökuð! Það tekur innan við 15 mín að skella þessu saman og ekki nema hálftíma að baka hana. Hún er allt í senn frískandi en samt svo blíð og rík, flaujelsmjúk en þó svo smá hrjúf..

Lífsgæði og hamingja – Albert og Elísabet fyrirlestur

 

Lífsgæði og hamingja. Undanfarna mánuði hef ég skoðað mataræði mitt með dyggri aðstoð Betu Reynis næringarfræðings. Við höfum prófað ýmislegt og lesendur hafa fengið að fylgjast með. Við vorum beðin að halda fyrirlestur og segja frá og svo fleiri fyrirlestra. Síðast vorum við í Skyrgerðinni í Hveragerði, myndirnar hér að neðan eru þaðan. Ef þið viljið fá okkur og fræðast erum við alveg til. Netfang Betu er betareynis (@)gmail.com og mitt er albert.eiriksson ( @) gmail.com