Lax með spergilkálspestói

Lax með spergilkálspestói
Lax með spergilkálspestói

Lax með spergilkálspestói

Borðum fisk, feitan fisk hann er hollari. Hins vegar er mikill vandi að elda fiskinn svo hann verði passlegur, það má alls ekki ofelda fisk. Með mátulega elduðum fiski þarf ekkert viðbit.

LAXPESTÓFISKUR

.

Lax með spergilkálspestói

1 kg bleikja/lax
1/2 b grænt pestó
1/2 b pistasíuhnetur
1 hvítlauksrif
2/3 b spergilkál, saxað gróft
1-2 msk valhnetur
2 msk ólífuolía
salt og pipar
1 msk sítróna

Setjið pestó, pistasíur, hvítlauk, spergilkál, valhnetur, olíu, salt, pipar og sítrónusafa í matvinnsluvél og maukið (ekki of fínt). Látið fiskiflakið í eldfast form, pestóið yfir og bakið við 175°C í um 15-20 mín.

Lax með spergilkálspestói

.

LAXPESTÓFISKUR

— LAX MEÐ SPERGILKÁLSPESTÓI —

..

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Perur soðnar í freyðivíni

Perur í freyðivíni

Perur soðnar í freyðivíni. Margir eiga minningar tengdar niðursoðnum perum úr dós, einu sinni þóttu manni þær stórfínar og eftirsóknarverðar. Jú perutertan góða stendur alltaf fyrir sínu. Perur soðnar í freyðivíni eru himneskar, gjörsamlega bráðna í munni og leika við alla bragðlauka. Einfaldur eftirréttur sem öllum mun líka - áramótaeftirrétturinn í ár

SaveSave

Oreo-browniesterta – þessi terta bráðnar í munni, trúið mér :)

Oreo-browniesterta. Peter kom með undurgóða tertu í síðasta föstudagskaffi sem endaði með því að við vorum óvinnufær lengi á eftir.... Nei grín! Tertan var samt borðuð upp til agna á skammri stundu - þessi terta bráðnar í munni, trúið mér :)

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Gaman að segja frá því að Rabarbarapæið fræga hefur fengið upplyftingu. Sumarútgáfan í ár er með einu litlu epli, kókosmjöli og góðum slatta af Rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa Síríus. Ég legg ekki meira á ykkur.