Einstaka Indland
Við brugðum okkur til Kerala héraðs í Suður – Indlandi og nutum til fullnustu. Indland er bæði gríðarstórt, fjölbreytt og fjölmennt. Örstutt samantekt á upplifun okkar mundi hljóma svona: elskulegt og brosandi fólk, kurteisi, þolinmæði, drýpur smjör af hverju strái, óskiljanleg umferðarmenning (sem svínvirkar), rakt loft, sól, safaríkir ávextir, ferskt grænmeti og góður matur
— INDLAND — ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR —
.
Dvöldum í góðu yfirlæti hjá Þóru Guðmundsdóttur á Secret Garden hóteli hennar í Kerala. Þóra er með úrvalsstarfsfólk og maturinn á hótelinu var svo góður að við fórum mjög sjaldan út að borða.
Toddy drykkur gerður úr safa sem kemur úr fræbelgjum kókostrjánna. Safinn er látinn gerjast lítið eitt (í um tólf tíma) og bragðið minnir á blöndu af mysu og sætu freyðivíni. Í MYNDBANDINU má sjá hvernig safinn er tekinn
Uppi í fjöllunum í Munnar fórum til á matreiðslunámskeið til Nimi Sunil Kumar sem hefur gefið út nokkrar verðlaunamatreiðslubækur. Þar elduðum við fisk í karrý, rauðrófurétt og annan úr papaya. Mjög skemmtilegt og fróðlegt námskeið.
— INDLAND — ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR —