Kanilterta – í kaffi hjá Þóru Guðmunds

HÚSMÆÐRASKÓLI húsmæðraskólinn kvennaskólinn á laugarvatni Ethelwyn Worden Bláa Kirkjan tónleikar tónleikaröð muff worden þjóðahátíð á austurlandi félagsheimilið herðubreið Seyðisfjörður arkitekt kanilterta kanilkaka leirpottur kjúklingur Albert, Þóra guðmundsdóttir og Bergþór við Hafölduna á Seyðisfirði
Albert, Þóra og Bergþór við Hafölduna á Seyðisfirði

Kanilterta

Á Seyðisfirði býr Þóra Guðmundsdóttir arkitekt. Þóru hitti ég fyrst þegar ég var framkvæmdastjóri Þjóðahátíða á Austurlandi fyrir löngu síðan. Þá kom hún í Félagsheimilið Herðubreið, ásamt fjölmörgum Seyðisfirðingum, og aðstoðaði við að gera hátíðina sem besta.

KANILTERTURSEYÐISFJÖRÐURTERTUR — KANILLÞÓRA GUÐMUNDSDHÚSMÆÐRASKÓLAR

.

Kaniltertan góða

Uppskriftina að Kaniltertunni fékk móðir Þóru á Húsmæðraskólanum á Laugarvatni um miðja síðustu öld. Tertan er og hefur alla tíð verið í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni.

Deiginu smurt í skapalónið sem faðir Þóru

Faðir Þóru smíðaði skapalónið en einnig má fletja út deigið, leggja matardisk á hvolfi yfir og skera meðfram til að fá alla botnana jafn stóra.

Kanilterta

Kanilterta

175 g smjör (við stofuhita)
175 g sykur
175 g hveiti
1 egg
1 tsk kanill

Setjið allt í hrærivélaskál og blandið vel saman. Smyrjið deigið þunnt út á vel smurða tertubotna. Bakið við 175°C í um 8 mín eða þangað þeir hafa tekið örlítinn lit. Kaniltertan á myndinni er úr tvöfadri uppskrift

Á milli: Þeyttur rjómi (í tvöfaldu uppskrift Þóru fór einn lítri), epli og bananar

Ofan á: Bræðið saman í vatnsbaði 100 g af góðu dökku súkkulaði og 1-2 msk af góðri olíu og hellið yfir

Kakan sett saman: Leggið botn á disk. Smyrjið á þunnu lagi af þeyttum rjóma, leggið ofan á niðurskorin epli (skorin í þunnar sneiðar), síðan aftur þunnt lag af rjóma. Setjið næsta botn ofan á, rjóma, banana í sneiðum og aftur þunnt lag af rjóma. Svona koll af kolli þangað til allir botnarnir eru komnir saman. Dreifið súkkulaðinu yfir og skreytið með berjum.

Þóra og Albert með kjúklinginn góða fyrir framan sig, salatið, sveppina og nýbakaða brauðið

Einhverju sinni vorum við Bergþór á Seyðisfirði í byrjun september þegar hann söng á lokatónleikum Bláu kirkjunnar hjá Muff Worden. Þá fórum við í kaffi til Þóru sem var nýkomin úr berjamó. Við misstum okkur og hámuðum í okkur bláber og rjóma í eldhúsinu hjá henni.

Kjúklingur í leirpotti með kartöflum, hvítlauk, gulrótum, sítrónu, olíu, sítrónu og rósmarín

Þórukjúklingur í leirpotti. Þóra bauð okkur líka í hádegismat. Í stóra leirpottinn sinn setti hún kartöflur og gulrætur í bitum, þar ofan á tvo heila kjúklinga. Síðan blandaði hún saman söxuðum hvítlauk, sítrónusafa, rósmarín, olíu, salti og pipar og hellti yfir kjúklingana. Síðan fór lokið á og þetta mallaði á lágum hita í ofninum í um tvo tíma. Með kjúklingnum var salat úr gróðurhúsi frúarinnar, marineraðir sveppir og nýbakað brauð.

.

KANILTERTURSEYÐISFJÖRÐURTERTUR — KANILLÞÓRA GUÐMUNDSDHÚSMÆÐRASKÓLAR

— KANILTERTAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.