Indland – einstakt og fjölbreytt

Ylfa Eysteinsdóttir kerala indland indverskur matur india secret garden þóra guðmundsdóttir
Mikil teframleiðsla er í fjöllunum í Kerala. Við tíndum telauf og fengum að fylgjast með framleiðsluferlinu

Einstaka Indland

Við brugðum okkur til Kerala héraðs í Suður – Indlandi og nutum til fullnustu. Indland er bæði gríðarstórt, fjölbreytt og fjölmennt. Örstutt samantekt á upplifun okkar mundi hljóma svona: elskulegt og brosandi fólk, kurteisi, þolinmæði, drýpur smjör af hverju strái, óskiljanleg umferðarmenning (sem svínvirkar), rakt loft, sól, safaríkir ávextir, ferskt grænmeti og góður matur

INDLAND — ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR

.

Albert, Þóra og Bergþór við Secret Garden hótelið, Leynilundur upp á íslensku.   Mynd: Ylfa Eysteinsdóttir

Dvöldum í góðu yfirlæti hjá Þóru Guðmundsdóttur á Secret Garden hóteli hennar í Kerala. Þóra er með úrvalsstarfsfólk og maturinn á hótelinu var svo góður að við fórum mjög sjaldan út að borða.

Skálað í Toddy

Toddy drykkur gerður úr safa sem kemur úr fræbelgjum kókostrjánna. Safinn er látinn gerjast lítið eitt (í um tólf tíma) og bragðið minnir á blöndu af mysu og sætu freyðivíni. Í MYNDBANDINU má sjá hvernig safinn er tekinn

Albert og Nimi

Uppi í fjöllunum í Munnar fórum til á matreiðslunámskeið til Nimi Sunil Kumar sem  hefur gefið út nokkrar verðlaunamatreiðslubækur. Þar elduðum við fisk í karrý, rauðrófurétt og annan úr papaya. Mjög skemmtilegt og fróðlegt námskeið.

Að afloknu námskeiðinu var maturinn snæddur. F.v. Karen Erla, Bergþór, Þóra og Albert
Þetta er það sem við útbjuggum á námskeiðinu. Lengst til vinstri er rauðrófuréttur, þetta gula er papayaréttur og í miðjunni er karrýfiskréttur. Með þessu var borið fram pappadam kökur og hrísgrjón
Víða á götum úti eru seldar ferskar kókoshnetur, þær eru tilhöggnar og síðan er drukkið úr með röri, papparöri því plast er bannað
Ískaffi er svalandi og bragðgott
Grænmetis biryani
Hádegismaturinn á bananalaufi. Sadhya er alltaf borið fram á bananalaufi og einkum á sérstökum hátíðisdögum “ Onam” sem eru í sptember.
Payasam jaggary desert. Bananarétturinn fylgir með pazham þýðir banani.
Hluti starfsfólksins á Secret Garden

INDLAND — ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR

— EINSTAKA INDLAND —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.