Auglýsing
Ylfa Eysteinsdóttir kerala indland indverskur matur india secret garden þóra guðmundsdóttir
Mikil teframleiðsla er í fjöllunum í Kerala. Við tíndum telauf og fengum að fylgjast með framleiðsluferlinu

Einstaka Indland

Við brugðum okkur til Kerala héraðs í Suður – Indlandi og nutum til fullnustu. Indland er bæði gríðarstórt, fjölbreytt og fjölmennt. Örstutt samantekt á upplifun okkar mundi hljóma svona: elskulegt og brosandi fólk, kurteisi, þolinmæði, drýpur smjör af hverju strái, óskiljanleg umferðarmenning (sem svínvirkar), rakt loft, sól, safaríkir ávextir, ferskt grænmeti og góður matur

INDLAND — ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR

.

Albert, Þóra og Bergþór við Secret Garden hótelið, Leynilundur upp á íslensku.   Mynd: Ylfa Eysteinsdóttir

Dvöldum í góðu yfirlæti hjá Þóru Guðmundsdóttur á Secret Garden hóteli hennar í Kerala. Þóra er með úrvalsstarfsfólk og maturinn á hótelinu var svo góður að við fórum mjög sjaldan út að borða.

Skálað í Toddy

Toddy drykkur gerður úr safa sem kemur úr fræbelgjum kókostrjánna. Safinn er látinn gerjast lítið eitt (í um tólf tíma) og bragðið minnir á blöndu af mysu og sætu freyðivíni. Í MYNDBANDINU má sjá hvernig safinn er tekinn

Albert og Nimi

Uppi í fjöllunum í Munnar fórum til á matreiðslunámskeið til Nimi Sunil Kumar sem  hefur gefið út nokkrar verðlaunamatreiðslubækur. Þar elduðum við fisk í karrý, rauðrófurétt og annan úr papaya. Mjög skemmtilegt og fróðlegt námskeið.

Að afloknu námskeiðinu var maturinn snæddur. F.v. Karen Erla, Bergþór, Þóra og Albert
Þetta er það sem við útbjuggum á námskeiðinu. Lengst til vinstri er rauðrófuréttur, þetta gula er papayaréttur og í miðjunni er karrýfiskréttur. Með þessu var borið fram pappadam kökur og hrísgrjón
Víða á götum úti eru seldar ferskar kókoshnetur, þær eru tilhöggnar og síðan er drukkið úr með röri, papparöri því plast er bannað
Ískaffi er svalandi og bragðgott
Grænmetis biryani
Hádegismaturinn á bananalaufi. Sadhya er alltaf borið fram á bananalaufi og einkum á sérstökum hátíðisdögum “ Onam” sem eru í sptember.
Payasam jaggary desert. Bananarétturinn fylgir með pazham þýðir banani.
Hluti starfsfólksins á Secret Garden

INDLAND — ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR

— EINSTAKA INDLAND —

Auglýsing