Baba-múffur

Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari lilja guðmundsdóttir söngkona baba Baba-múffur romm ítalía ítalskar uppskriftir ítalskur matur frakkland franskur matur franskar uppskriftir mílanó
Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari

Baba-múffur

Upprunalega er Baba franskt en núna er það orðið eitt þekktasta bakkelsið í Napóli. Bjarni Thor Kristinsson kynntist því þegar hann söng við óperuna þar fyrir nokkrum árum. „Ég ákvað að prófa að búa þetta til og notaðist við ítalskar uppskriftir. Vanalega er Baba bakað í bökunarformum sem minna á lítil glös og verða þá eins og sveppir í laginu við bakstur. Ég notaði múffuform sem ég átti til og kalla þetta því Baba-múffur” segir Bjarni Thor sem heldur úti Dagbók óperusöngvara á Storytel.

.

MUFFINSÍTALÍA

.

Baba-múffur verða til

Baba-múffur

Deigið
250 g hveiti
4 stór egg
1/3 tsk salt
30 g sykur
25 g pressuger
125 g smjör
50 ml mjólk

Rommbaðið
500 ml vatn
500 g sykri
glas af (hálfdökku) rommi

Apríkósumarmelaði til að pensla á múffurnar

Byrjið á að mylja pressugerið ofan í litla skál, hellið 2/3 af sykrinum yfir og mjólkinni, en hún þarf að vera nálægt líkamshita. Blandið þessu aðeins saman með skeið og látið standa um stund. Hellið hveitinu á meðan í hrærivélaskál og með hræraranum er vélin sett af stað á minnsta hraða. Pískið eggin saman ásamt saltinu og hellið blöndunni út á hveitið. Þegar þetta hefur blandast vel, setjið gerblönduna út í og hnoðið deigið áfram á minnsta hraða þangað til það hefur blandast vel.

Blandið restinni af sykrinum er saman við (mjúkt) smjörið og hellið því síðan ofan í hrærivélaskálina sem um leið er sett á meiri hraða. Þegar deigið er orðið vel blandað er því hellt ofan í rúmgóða skál, rakt viskustykki sett yfir og deigið látið hefa sig í 90 mínútur. Ég hafði kveikt á bökunarofninum í stutta stund á undan, slökkti síðan á honum og setti skálina með deiginu undir röku viskustykkinu inn í hann þegar hitinn þar inni var kominn niður í ca 25-30 gráður. Deigið á að tvöfaldast í hefingunni en fellur svo aftur saman þegar byrjað er að setja það í bökunarform.

Smyrjið múffuformið með smjöri og hveiti og eftir að 90 mínúturnar eru liðnar er deiginu dreift í. Mælt er með að deigið fylli hvert form u.þ.b. til rúmlega helmnings og passaði skammturinn hjá mér ákkúrat í formin 12.

Stillið ofninn á 200°C og eftir að deigið hefur staðið í 20 mínútur í formunum er því skellt í ofninn, fyrst í 10 mínútur á 200 gráðum og svo aðrar 10 á 180 gráðum. Meðan múffurnar eru að bakast er vatnið sett í pott og hitað að suðu. Sykrinum er bætt í og síðan glas af rommi og aðeins hrært í. Þetta þarf ekki að sjóða neitt niður því við þurfum mikinn vökva fyrir næsta skref.

Rommblandan er tekin af hellunni og látin kólna aðeins. Þegar múffurnar eru bakaðar er þeim síðan bókstaflega drekkst í blöndunni um stund, 2-3 í einu, allt eftir því hvað potturinn er stór. Þegar þú tekur þær út baðinu er gott að kreista þær laust svo eitthvað af rommblöndunni renni af og síðan eru múffurnar penslaðar með apríkósumarmelaðinu sem gott er að hita aðeins á undan til að fá það meira fljótandi.

Gott er að leyfa múffunum að standa um stund á grind eða bökunarpappír og þegar þær eru bornar fram borgar sig borða þær með gaffli svo fingurnir verði ekki allir útklístraðir.

Skemmtilegt „tvist” á þessari uppskrift er síðan að nota Limoncello í staðinn fyrir romm.

Lilja Guðmundsdóttir, Bjarni Thor Kristinsson og Jóhanna María Bjarnadóttir
Baba-múffur

.

MUFFINSÍTALÍA

— BABAMÚFFUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.