Gullfoss og Geysir #Ísland

strokkur gullfoss og geysir göngustígar ferðamenn ísland iceland ISLANDE
Páll Bergþórsson fylgist með þegar Strokkur gýs á fögrum vordegi

Það eru óvenjulegir tímar framundan. Útlendingarnir eru fastir heima hjá sér, en á móti kemur að við erum það líka! Við getum því hjálpast að við að bjarga ferðaþjónustunni. Ef ferðamenn vilja koma til Íslands til að upplifa stórkostlega náttúru og gestrisni, er þá ekki borðleggjandi að við njótum þess út í eitt, í sjálfum túnfætinum okkar?

ÍSLAND

Fjölmargir nýjir göngustígar eru við Gullfoss

Þetta er t.d. gullið tækifæri til að skoða staði sem við höfum ætlað okkur á í mörg ár, en ekki komist vegna anna við að fara til Tenerife eða eitthvað annað á jarðarkringlunni. Landið okkar býr yfir töfrum og ótrúlegri fegurð, sem við sitjum að ein um óákveðinn tíma! Að öllum líkindum mun allt fara af stað ekki síðar en næsta vor. Ferðamennirnir verða þyrstari í Ísland en nokkru sinni fyrr og þangað til skulum við njóta þess að kynnast landinu okkar og bjarga efnahagnum í leiðinni!

Við fórum í vorferð með tengdapabba og það var svo gaman að sjá eftirvæntinguna í andlitum Íslendinganna sem voru staddir við Geysi og Gullfoss. Þetta verður nefnilega skemmtilegt sumar! Við nutum þess að fá leiðsögn tengdapabba um góðviðris-bólstraský, dægurský af uppstreymi o.s.frv. og landið skartaði sínu fegursta. Tengdapabbi er hafsjór af fróðleik um landið og þó að það sé einfaldlega hægt að horfa endalaust á þetta ótrúlega fallega land, þá er ekki síður gaman að undirbúa ferðina með fróðleik um sjávarbotna, jökulruðning, stuðlaberg, fyrir utan söguna sem talar við okkur við hvert fótmál.

Albert, Páll og Bergþór við Gullfoss

Mig langar óskaplega til að þræða nokkra gisti- og veitingastaði um landið í sumar og gefa skýrslur hér á blogginu. Það bókstaflega morar allt af spennandi áfangastöðum sem hafa verið byggðir upp á undanförnum árum og við munum fleyta þeim yfir þessa stórfurðulegu tíma þar til birtir upp á ný!

Við nutum þess að fá leiðsögn tengdapabba um góðviðris-bólstraský, dægurský af uppstreymi o.s.frv. og landið skartaði sínu fegursta
Nestisstopp í Skálholti
Frá vinstri: Oddný Arnarsdóttir með Bjarna Arnar í kerru, Páll, Bergþór, Þórhildur Röngvaldsdóttir dóttir Oddnýjar, Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. Þórhildur rifjar upp ferðir fjöslskyldunnar í hennar æsku og hversu fjölfróður faðir hennar var um land og þjóð „Staðarnöfn, jarðfræði, fuglar og þjóðsögur. Endalaus fróðleikur fyrir utan það að vera kennt að njóta náttúrunnar í öllum sínum margbreytileika, fegurðar og kyrrðar. Og svo var farið með kvæði og sungið. Uppáhald var Smávinir fagrir”
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.