Þó við flest tengjum ilmandi nýbakaðar vöfflur við sultu og rjóma þá er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að ráða. Sjálfum finnst mér gott að eiga pakka af Vilkóvöfflumixi og grípa til – það eina sem þarf að bæta við er vatn og þá er tilbúið fínasta vöffludeig. Sérlega hentugt þegar gesti ber að garði með stuttum fyrirvara. Með því að þynna deigið aðeins meira er komið fínasta pönnukökudeig. Sumir bæta við bragðefnum eins og vanillu, möndludropum, sítrónu eða kardimommum. Ekkert vandamál
— VÖFFLUR — RABARBARASULTA — RJÓMI — VILKO —
Færslan er unnin í samstarfi við Vilko