Bjarteyjarsandur #Ísland

Bjarteyjarsandur hvalfjörður hvalfjarðarsveit, arnheiður bjartey guðmundur
Myndarbúið Bjarteyjarsandur í Hvalfirði

BJARTEYJARSANDUR. Það er ævintýri líkast að koma heim að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Margir tengja hann við heimsóknir skólabarna en þangað koma á hverju vori ungmenni alls staðar að af landinu og upplifa sveitastemningu, fara í fjöruferð og borða nesti.

Þar er hins vegar margt um að vera fyrir alla aldurshópa. Tjaldstæði eru í boði og börn geta fengið leiðsögn um bústofninn, landnámshænur, geitur, kindur og leggja á hest og láta teyma sig á honum. Heitur pottur er í fjöru og hægt að fara í sjósund. Þar er stórt fjárbú og stefnan er sú að allt sem í boði er á veitingastaðnum sé af búinu.

Þar er sannkallað matarhandverk stundað og margir þekkja vörurnar af matarmarkaðnum í Hörpu, þau eru t.d. Íslandsmeistarar í súrsuðum radísum, bláberjahangikjötið er ómótstæðislegt, fífladrykkurinn er hressandi, sulturnar eru ljúffengar o.s.frv.

Ekki síst er upplagt fyrir hópa, t.d. ættarmót, samstarfsfólk, saumaklúbba, (allt að 60 manns) að panta sér geggjaða grillveislu, en opið er kl. 11-17 í smárétti fyrir ferðafólk.

Hjónin Arnheiður Hjörleifsdóttir og Guðmundur Sigurjónsson reka myndarbú í samvinnu við foreldra Guðmundar. Þau eru með um 600 ær, hesta, íslenskar hænur, geitur og kanínur. Tekið er á móti hópum og haldnar veislur „Vinsælastar eru grillveislurnar en ætli kjötsúpan sé ekki vinsæl hjá göngufólki, já og grænmetissúpan hjá þeim sem hana kjósa frekar,” segir búkonan Arnheiður. Tvær vinsælar gönguleiðir eru stutt frá; Leggjabrjótur og Síldarmannagötur.

– HVALFJÖRÐURBJARTEYJARSANDURFERÐAST UM ÍSLAND

Anna, Bjartey, Páll og Albert í hlöðunni.
Bjarteyjarhjónin eru margverðlaunuð fyrir matarhandverk sitt og eru hvergi nærri hætt.
Svalandi og sumarlegur fífladrykkur.
Flatbrauð, bakað eftir uppskrift fjölskyldunnar, með verðlaunuðu reyktu bláberjalegnu kjöti, rjómaosti og bláberjasultu. Það kemur ekki á óvart að þetta kjöt hafi unnið til verðlauna. „Þetta bara gæti ekki verið betra“, sagði Páll.
Páll spjallar við hest.
Með mæðgunum Bjarteyju og Arnheiði
Páll, Arnheiður, Albert og Bergþór smakka á góðgætinu í gömlu hlöðunni á Bjarteyjarsandi

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá ferðaþjónustufólki

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.