Hespuhúsið í Ölfusi við Selfoss #Ísland

Hespuhúsið á Selfossi Ísland baby ruth terta bjarnabrauð brauð guðrún bjarnadóttir hespa jurtalitun
Guðrún með Baby Ruth tertuna og Bjarnabrauð. Fyrir aftan hana er jurtalitað band og einnig má sjá pottana sem notaðir eru við litunina

HESPUHÚSIÐ

Í Öflusinu rétt fyrir vestan Selfoss er Hespuhúsið, þar ræður ríkjum Guðrún Bjarnadóttir, hún var áður með starfsemina í Borgarfirði. Guðrún litar þar band samkvæmt gamalli hefð og fáir eru fróðari hérlendis um jurtalitun. Í Hespuhúsinu er opin jurtalitunarvinnustofa og hægt að fylgjast með lituninni og fræðast í leiðinni. Hægt að kaupa litað band auk prjónauppskrifta og bóka sem Guðrún hefur gefið út.

GUÐRÚN BJARNADÓTTIRHESPUHÚSIÐFERÐAST UM ÍSLAND — SELFOSSBABY RUTHBJARNABRAUÐ

.

Mikið úrval er af jurtalituðu bandi í Hespuhúsinu

Hespuhúsið býður einnig upp á fræðslufyrirlestra í setustofunni en þá þarf að panta með fyrirvara. Það er vel þess virði að beygja niður til hægri rétt áður en þið komið að Selfossi (frá Reykjavík), þar sem stendur Árbæjarvegur og eftir stutta stund sjáið þið Hespuhúsið á vinstri hönd.

Guðrún jurtalitar band

Gaman að segja frá því að alltaf er heitt á könnunni í Hespuhúsinu og ég var svo ljómandi heppinn að hún var nýbúin að baka Baby Ruth tertu og Bjarnabrauð.

Baby Ruth. Uppskriftin hefur fylgt Guðrúnu og fjölskyldu hennar í um fjörtíu ár

BABY RUTH

3 eggjahvítur
2 dl sykur
1 tsk vanilludropar
2 tsk lyftiduft
2 og hálfur dl salthnetur
25 Ritzkex

Þeytið eggjahvítur og sykur. Myljið saman salthentur og kex með því að setja í plastpoka og berja með glasi inni í pokann… Blandið öllu varlega saman.

Setjið í smurt hringlaga bökunarform. Bakið í 20 mínútur á 175°C

KREM

3 eggjarauður
60 g flórsykur
50 g smjör
100 g suðusúkkulaði

Þeytið eggjarauður og flórsykur, bræðið smjörið og súkkulaðið í vatnsbaði (eða örbylgjuofni) og hrærið saman. Kakan þarf helst að standa í kæli í nokkra tíma áður en hún er borin fram. Kakan geymist vel í kæli í nokkra daga og verður jafnvel betri.
Berist fram með rjóma

Bjarnabrauð, kennt við föður Guðrúnar sem þróaði uppskriftina og betrumbætti

BJARNABRAUÐ

50 g pressuger eða 1 pakki þurrger
1 malt 330 ml
hálfur lítri súrmjólk
1 msk salt
hálfur dl dökkt sýróp
7 dl rúgmjöl
10-11 dl hveiti

Leysið gerið upp í volgu maltinu og bæta síðan volgri súrmjólkinni út í. Maltið má velgja í örbylgjuofni og súrmjólkina líka en passa þó að tékka á henni og hræra í, ekki láta hana hlaupa í kekki.

Hrærið salti, sírópi og mest öllu mjölinu saman við, geymið smá hveiti til að hnoða upp með.

Hnoðið í skál eða hrærivél þar til deigið er samfellt og gljáandi, stráið mjöli yfir og láta hefast á heitum stað í 1. klst.

Hnoðið aftur og látið á bökunarplötu á smjörpappír og látið hefast í eina klst.

Bakist við 175°C neðst í ofni í 50-60 mínútur.

BABY RUTH tertan
ULLARHRINGURINN. Á Suðurlandi eru rekin metnaðarfull fyrirtæki sem eiga það sameiginlegt að nota ullina á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt og gera henni hátt undir höfði. Hespuhúsið er opin jurtalitunarvinnustofa. Ullarverslunin Þingborg selur sérunninn lopa og ullarband og handunnar prjónavörur í sérflokki. Uppspuni framleiðir íslenskt ullarband í fjölskyldurekinni smáspunaverksmiðju og Skálholt þar er í boði gisting og veitingasala og geta ferðalangar notið veitinga í fallegu umhverfi umvafin íslenskri menningarsögu.

UPPSPUNIÞINGBORGSKÁLHOLTHESPUHÚSIÐULLARHRINGURINN —

— HESPUHÚSIÐ VIÐ SELFOSS —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.