
Baccalá bar á Hauganesi – saltfiskveisla allra tíma
Um 20 mín. akstur frá Akureyri á leiðinni til Dalvíkur stendur Hauganes í Eyjafirði, ákaflega snyrtilegur bær. Undanfarin ár hefur þar átt sér stað uppbygging í ferðaþjónustu, sem hefur mikið til farið framhjá okkur Íslendingum í öllu ferðamannaflóðinu, en er mjög aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk og raunar fyrir hvern sem er. Í þessu litla fallega þorpi er fínasta tjaldstæði, nokkrir heitir pottar í góðu skjóli í flæðarmálinu, þar sem auðvelt er að leggjast til sunds í sjónum ef því er að skipta. Svo er hægt að fara í hvalaskoðun frá Hauganesi, þar er líka Ektafiskur og við hliðina er veitingahúsið Baccalá bar sem sérhæfir sig í saltfiskréttum og gerir það óaðfinnanlega, en auk þess er alls konar góðgæti í boði. Spænski kokkurinn Vicente hefur sérhæft sig í saltfiskréttum. Við prófuðum saltfiskpitsu, djúpsteiktan saltfisk með frönskum og saltfisk skipstjórans. Satt best að segja var hver rétturinn öðrum betri og helst hefði ég viljað arka inn í eldhús, kyssa þann spænska og ættleiða – það hefði kannski komið honum spánskt fyrir sjónir …
.
— BACCALÁ BAR — DALVÍK — SALTFISKUR — AKUREYRI — FERÐAST UM ÍSLAND —
.



Í eftirrétt fengum við bakaða ostaköku og pönnukökur með eplum og kanil og súkkulaðisósa yfir. Bergþór þagnaði meðan hann neytti pönnukökunnar og það segir sitt um gæðin.
— NORÐURLAND — AKUREYRI — DALVÍK — HÓPAHEIMSÓKN Í EKTAFISK —




–
— BACCALÁ BAR — DALVÍK — SALTFISKUR — AKUREYRI — FERÐAST UM ÍSLAND —
–