Baccalá bar á Hauganesi – saltfiskveisla allra tíma #Ísland

Baccalá bar á Hauganesi hauganes elvar reykjalín saltfiskur saltfiskpitsa tjaldstæði heitir pottar saltfiskréttir ektafiskur hvalaskoðun
Baccalá bar á Hauganesi

Baccalá bar á Hauganesi – saltfiskveisla allra tíma

Um 20 mín. akstur frá Akureyri á leiðinni til Dalvíkur stendur Hauganes í Eyjafirði, ákaflega snyrtilegur bær. Undanfarin ár hefur þar átt sér stað uppbygging í ferðaþjónustu, sem hefur mikið til farið framhjá okkur Íslendingum í öllu ferðamannaflóðinu, en er mjög aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk og raunar fyrir hvern sem er. Í þessu litla fallega þorpi er fínasta tjaldstæði, nokkrir heitir pottar í góðu skjóli í flæðarmálinu, þar sem auðvelt er að leggjast til sunds í sjónum ef því er að skipta. Svo er hægt að fara í hvalaskoðun frá Hauganesi, þar er líka Ektafiskur og við hliðina er veitingahúsið Baccalá bar sem sérhæfir sig í saltfiskréttum og gerir það óaðfinnanlega, en auk þess er alls konar góðgæti í boði. Spænski kokkurinn Vicente hefur sérhæft sig í saltfiskréttum. Við prófuðum saltfiskpitsu, djúpsteiktan saltfisk með frönskum og saltfisk skipstjórans. Satt best að segja var hver rétturinn öðrum betri og helst hefði ég viljað arka inn í eldhús, kyssa þann spænska og ættleiða – það hefði kannski komið honum spánskt fyrir sjónir …

.

BACCALÁ BARDALVÍKSALTFISKURAKUREYRI —   FERÐAST UM ÍSLAND

.

Saltfiiskpitsan góða á Baccalá bar á Hauganesi kom á óvart, fiskurinn var hvítlauksmarineraður og var eins og humarveisla.
Bökuð ostakaka
Pönnukökur með eplum og súkkulaðisósu yfir

Í eftirrétt fengum við bakaða ostaköku og pönnukökur með eplum og kanil og súkkulaðisósa yfir. Bergþór þagnaði meðan hann neytti pönnukökunnar og það segir sitt um gæðin.

NORÐURLANDAKUREYRIDALVÍKHÓPAHEIMSÓKN Í EKTAFISK

Albert, Bergþór og Elvar Reykjalín
Djúpsteiktur saltfiskur með frönskum

Heitir pottar í fjöruborðinu á Hauganesi
Tjaldstæðið á Hauganesi

FERÐAST UM ÍSLAND

BACCALÁ BARDALVÍKSALTFISKURAKUREYRI —   FERÐAST UM ÍSLAND

— BACCALÁBAR HAUGANESI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.