Geitafell á Vatnsnesi #Ísland

Sigrún Baldursdóttir guðbjörg geitafell fiskisúpa sjávarréttasúpa Geitafell á Vatnsnesi fiskisúpa fisksúpa
Sigrún, Albert og Guðbjörg á Geitafelli

Geitafell á Vatnsnesi

Þegar haldið er af stað á ákveðinn áfangastað á landinu er tilvalið að fara aðeins fyrr af stað, velja sér útúrdúr og njóta lífsins á landinu okkar, sem býður upp á hverja perluna okkar Íslendinga á fætur annarri. Þær eru ekki bara við Þjóðveg 1. Vatnsnesið er eitt af þessum perlum og fyrstan skal frægan telja Hvítserk, sem ég hafði því miður aldrei augum litið nema á mynd fyrr en í dag. Hér eru selalátur, sögustaðir síðastu aftökunnar á Íslandi í upphafi 19. aldar og margt fleira.

GEITAFELLFERÐAST UM ÍSLAND

.

Súrheysturninn á Geitafelli er hinn besti útsýnisturn

Þó ekki væri nema fyrir Geitafell, er vel þess virði að fara Vatnsneshringinn og fá súpuna góðu hjá Sigrúnu og Guðbjörgu sem tóku ljúflega á móti okkur í gömlu fjóshlöðunni sem breytt hefur verið í heimilislegan veitingastað með ægifögru útsýni og fuglasöng í bland við yndislega söngfuglinn okkar Elly Vilhjálms í bakgrunninum. Við fórum upp í súrheysturninn, sem hefur verið gerður fallega upp, en þar gefur m.a. að líta vísi að safni um Man. Utd. sem eiginmaður Sigrúnar, Róbert Jón Jack setti upp. Og á þakinu er tilkomumikið að líta vestur á Strandir og Gjögur.

Sjávarréttasúpan góða á Geitafelli

Við fengum okkur matar- og bragðmikila sjávarréttasúpu, sem var alveg sérlega ljúffeng. Með henni var heimabakað brauð og salat.

Skyrtertan á Geitafelli

Á eftir fengum við okkur skyrtertu, hjónabandssælu og brownies. Og viti menn, eins sjaldgæft og það er, fullkomlega bakaðar Brownies, mátulega „seigar” og stökkar. Því miður var ég svo gráðugur að ég gleymdi að mynda þær.

Hjónabandssælan á Geitafelli
Salat með hundasúrum, eitthvað sem fleiri mættu tileinka sér

Á Geitafelli er einnig boðið upp á gistingu í þremur herbergjum.

Þarna er ein af mörgum leyndum perlum fyrir okkur innfæddum, en erlendir ferðamenn hafa hópast að undanfarin ár. Nú er sannarlega tími til að njóta og fara á kreik meðan kötturinn er að heiman!

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá ferðaþjónustufólki

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kladdkaka

Kladdkaka

Kladdkaka. Fyrir allar aldir í morgun bönkuðum við Þórhildur uppá hjá afmælisbarni dagsins, Þórhildi Helgu og buðum okkur í afmæliskaffi. Þórhildur bakaði Kladdköku og kom með.

SaveSave

Veisla í Hveragerði í boði Betu Reynis

Frá því í haust hef ég reglulega hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing. Saman höfum við grandskoðað mataræði mitt með það fyrir augum að lifa betra lífi. Beta Reynis tók ljúflega áskorun að vera gestabloggari - það vafðist nú ekki fyrir henni frekar en annað „Í Hveragerði búa mætir vinir mínir og ég er svo heppin að þau hafa mikla trú á matargerð minni og hafa sýnt það og sannað að matarást er fullkomin ást. Soffía Theodórsdóttir og maðurinn hennar Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Denni eins og hann er kallaður, búa í fallegu húsi með opið eldhús og er óendalega gaman að elda hjá þeim og taka þátt í gleðinni þegar þau halda boð."